Emil Einarsson ráðinn yfirsálfræðingur HVE

Emil Einarsson, sálfræðingur FSS, hefur sagt starfi sínu lausu.  Hann hefur verið ráðinn yfirsálfræðingur Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.   Því verður hér með  ekki tekið við nýjum umsóknum um þjónustu Emils. Um leið og við þökkum Emil gagnmerkt starf og góða samvinnu óskum við honum alls velfarnaðar í nýju starfi á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.   Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður FSS  

Bókasafnið í sumar

    Bókasafnið er komið í sumarham í Sögumiðstöðinni. Það er búið að raða upp til að auðvelda notendum að skila og fá lánað þó starfsfólk upplýsingamiðstöðvar sé upptekið við þjónustu við ferðamenn. Skoðið bókasafnið á facebook og fylgist með skilaboðum. Sunna Njálsdóttir. Bókasafn GrundarfjarðarSögumiðstöðinni að Grundargötu 35.Sími 438 1881. Netfang: bokasafn@grundarfjordur.is.  

Lausar stöður í Grunnskóla Grundarfjarðar

Grunnskóli Grundarfjarðar auglýsir starf deildarstjóra leikskóladeildar 5 ára barna og starf bókavarðar á bókasafn skólans laus til umsóknar.  

Starf bókavarðar grunnskólans laust til umsóknar

Grunnskóli Grundarfjarðar auglýsir starf bókavarðar á bókasafn skólans laust til umsóknar. Starf bókavarðar felst í ábyrgð á skólabókasafni og upplýsingaveri skólans og ábyrgð á bókakosti hans. Bókavörður aðstoðar við lestrarnám nemenda og tekur þátt í að stuðla að auknum áhuga nemenda á lestri, auk þess að taka á móti nemendahópum. Jafnframt skipuleggur bókavörður geymslu fyrir námsbækur skólans auk annarra starfa sem honum eru falin af yfirmanni. Um 45% starf er að ræða.  

Störf í boði hjá Félags-og skólaþjónu Snæfellinga - Oferta pracy

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í félagslega heimaþjónustu á Snæfellsnesi.

Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

Líkt og undanfarin ár þá býður Grundarfjarðarbær lífeyrisþegum og öryrkjum niðurgreidda þjónustu við garðslátt í sumar.   Umsóknareyðublöð um garðslátt má nálgast á bæjarskrifstofu. Einnig er hægt að sækja um gegnum tölvupóst eða síma á opnunartíma bæjarskrifstofu.   Umsókn um garðslátt   Gjaldskrá 2017  

Hressandi Hreyfiviku lauk um helgina

    Hreyfivika UMFÍ stóð yfir dagana 29. maí til 4. júní og voru í boði sautján viðburðir hér í Grundarfirði. Að auki var frítt í sund og í golf á Bárarvelli. Þá hafnaði Grundarfjarðarbær í ellefta sæti í sundkeppni sveitarfélaganna. Hreyfivikan endaði á göngu með Ferðafélagi Snæfellsness að Hrafnafossi í Kolgrafafirði.    

Laust er til umsóknar starf deildarstjóra deildar 5 ára barna

Deildarstjóri óskast til starfa við 5 ára leikskóladeild í Grundarfirði frá 1. ágúst. Deildin er til húsa í Grunnskóla Grundarfjarðar. Um er að ræða, krefjandi og spennandi starf. Deildin heitir Eldhamrar.   Vakin er athygli á stefnu Grunnskóla Grundarfjarðar um jafnan hlut kynja í störfum.    

Fellaskjól breytingar

Aðalinngangur Fellaskjóls verður lokaður frá og með þriðjudeginum 06.06.17. Þar hefjast framkvæmdir við sólstofuna okkar, sem standa munu yfir í allt að eina viku.   Vinsamlegast notið inngang inn á Fellaskjól  sem snýr að kirkjunni/bílastæði.      

Nýr leikskólastjóri Leikskólans Sólvalla

    Anna Rafnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu leikskólastjóra á leikskólanum Sólvöllum. Anna hefur starfað á leikskóla meira og minna síðastliðin tuttugu ár og verið deildarstjóri síðustu þrjú árin, fyrst á Sólvöllum og nú síðasta árið á leikskóladeildinni Eldhömrum.