Hundahald í Grundarfjarðarbæ er heimilað að fengnu leyfi og með tilteknum skilyrðum, sem sett eru fram í samþykkt um hundahald í Grundarfirði.

 

Að gefnu tilefni er minnt á það að lausaganga hunda er alfarið bönnuð í þéttbýli bæjarins.   Eigendur eru beðnir um að virða þessar reglur svo ekki þurfi að koma til þess að viðkomandi hundar verði handsamaðir með tilheyrandi óþægindum.

 

Jafnframt er mikilvægt og skylt að hundeigendur hirði ávallt upp saur eftir hunda sína, en of mikið hefur borið á því að slíkt hefur ekki verið gert.

 

Um hundahald í Grundarfirði gilda samþykktir um hundahald  nr. 1194, sem einnig má finna á heimasíðu bæjarins. Allir hundaeigendur eru beðnir um að kynna sér samþykktirnar vel og virða þær reglur, sem þar eru framsettar.

 

Njótum þess að eiga dásamleg dýr og vini, sem hundarnir eru. Förum að settum reglum og tökum tillit til hvers annars.