Hreyfivika UMFÍ í fullum gangi

    Hreyfivika UMFÍ stendur nú yfir og hefur verið fínasta þátttaka í skipulögðum viðburðum hér í Grundarfirði. Í morgun var Hiit tími og SNAG (Starting New at Golf) auk þess sem sjá mátti leikskólabörn í gulum vestum ganga um bæinn með starfsfólki Sólvalla og eftir hádegi verður gönguferð með Elsu Árna frá kirkju kl 14:00 og síðan nýliðafræðsla og upplýsingafundur fyrir golfara í golfskálanum við Bárarvöll.  

Sumarnámskeið hefjast eftir hvítasunnuhelgina

    Sumarnámskeið Grundarfjarðarbæjar hefjast mánudaginn 6. júní og verða í boði fyrir börn fædd 2005-2011. Námskeiðin verða í tvær vikur í júní og tvær vikur í ágúst.  

Rafmagnstruflanir

Reikna má með rafmagnstruflunum á Snæfellsnesi og suður Dölum í kvöld  29.05.2017 frá kl 23:00 til kl 24:00 vegna prófana á fluttningskerfi. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar   Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.    

Vinnuskóli sumarið 2017

    Sumarið 2017 verður Vinnuskóli Grundarfjarðar starfræktur frá 6. júní  til 7. júlí, alls í fimm vikur. Vinnuskólinn er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk. Vinnutíminn er: Mánudaga til föstudaga, kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00.  

Hjóladagur í Grunnskóla Grundarfjarðar

    Það var hjóladagur í Grunnskóla Grundarfjarðar í dag og mættu þá nemendur á hjólunum sínum í skólann. Lögreglan kom í heimsókn á skólalóðina til að ræða umferðaröryggi, yfirfara hjólin og stillingarnar á hjálmum barnanna. Þess má geta að Rebekka, lögreglukona, er fyrrum nemandi í Grunnskóla Grundarfjarðar. Það er sannarlega vor í lofti og nú styttist í skólaslit grunnskólans sem verða 31. maí.  

Þema ljósmyndasamkeppninnar árið 2017 er VEÐUR

    Grundarfjarðarbær efnir nú til ljósmyndasamkeppni í áttunda sinn, árið 2017. Þema keppninnar í ár er veður. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu janúar til nóvember 2017 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.     

Kvennakaffi í gestastofu þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

    Allar konur eru boðnar velkomnar í kynningu á þjóðgarðinum Snæfellsjökli á Malarrifi þann 24. maí kl 18-20. Markmiðið með kvennakaffinu er að konur af mismunandi þjóðerni hittist, tali saman og kynnist. Skráning er hjá Kvenfélagi Ólafsvíkur til og með mánudeginum 22. maí á netfangið soley@gsnb.is eða í síma 8481505.   Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á hressingu.  

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Opið er fyrir umsóknir í tónlistarnám hjá Tónlistarskóla Grundarfjarðar fyrir veturinn 2017-2018. Hægt er að koma umsóknum til skila á bæjarskrifstofu. Umsóknum þarf að skila fyrir 5. júní nk.   Námið   Umsóknareyðublað  

Götusópur

Götusóparinn byrjar að hreinsa götur bæjarnis í dag. Íbúar eru hvattir til að færa bíla sína til að auðvelda vinnu götusóparans.   

Aðalfundur U.M.F.G.

Aðalfundur Ungmennafélags Grundarfjarðar verður haldinn í Sögumiðstöðinni þriðjudaginn 23. maí 2017 kl: 20:00 Dagskrá aðalfundar:   1.Fundur settur 2. Fundarstjóri settur 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar lagðir fram 5. Kosning stjórnar 6. Önnur mál   Stjórn UMFG