Sundlaug Grundarfjarðar

Sundlaug Grundarfjarðar tilkynnir að sumaropnunin lýkur á sunnudaginn 23. ágúst. En við ætlum að hafa opið á virkum dögum frá 7-8 og 16-19, á meðan skólasundið er enn í gangi.   Um að gera að nýta tækifærið og skella sér í sund.  

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra heimsótti Grundarfjörð

    Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra heimsótti Grundarfjörð í gær og skoðaði ferðamannastaði, heimsótti ferðaþjónustuaðila á svæðinu og kynnti sér nýsköpun í bænum.  

Kaupstaðarréttindi Grundarfjarðar 1786-1836

  Grundarfjörður ásamt Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum hlaut kaupstaðarréttindi 18. ágúst 1786. Mynd Collingwood frá 1897.  

Háls-, nef- og eyrnalæknir verður í Grundarfirði á föstudag

Þórir Bergmundsson, háls-, nef- og eyrnalæknir verður með stofu hjá HVE Grundarfirði næstkomandi föstudag, 14. ágúst. Tímapantanir eru í síma 432-1350 frá kl 9-12 og 13-16.   

Organisti og kórstjóri

Laus er staða organista og kórstjóra við Grundarfjarðarkirkju frá og með 1. september  

Friðarhlaupið 2015

Friðarhlaupið fer fram á Íslandi þessa dagana. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem hefur þann tilgang að efla frið, vináttu og skilning á milli manna og menningarheima. Þetta er í 10 skiptið sem hlaupið fer fram á Íslandi. Björg Hermannsdóttir tók þátt í hlaupinu fyrir hönd bæjarins og hljóp með kyndilinn frá Grund að Sögumiðstöðinni í boðhlaupi með örðum hlaupurúm víðsvegar að úr heiminum. Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna hér.    

Íbúð fyrir eldri borgara

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 34 í Grundarfirði er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign. Íbúðin er þriggja herbergja, 80 ferm. auk 23 ferm. bílskúrs, alls 103 ferm.  

Norrænir menn koma saman og segja sögur

Það hljómar kannski eins og aftan úr fornöld að Norrænir menn og konur komi saman til að segja sögur.  En það er öðru nær, því nú stendur yfir Norrænt sagnaþing í Grundarfirði.  Sagnalist, það að segja sögur, nýtur vaxandi vinsælda hér á landi, eins og víða í löndunum í kringum okkur.  Sagðar eru sögur í skólum, boðið er upp á sögustundir fyrir ferðamenn og sögur eru einnig notaðar í tengslum við rekstur fyrirtækja og stofnana.  Stöðugt fleiri bætast í hóp sagnaþulanna, fólks sem sækir sér þekkingu og reynslu í því að segja sögur og fæst við það á ýmsum vettvangi. Íslenskir sagnaþulir taka virkan þátt í samstarfi norrænna sagnaþula og á ári hverju er haldið fimm daga norrænt sagnaþing með námskeiðum, sögustundum og samveru.  Sagnaþingið hófst síðastliðinn sunnudag, þann 19. júlí og stendur til 24. júlí.   

Aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Sjá nánar auglýsingu hér!   

Bæjarhátíðin Á góðri stund í Grundarfirði

Nú styttist óðum í hátíðina, Á góðri stund í Grundarfirði, og því tímabært að kynna dagskrána.   Dagskráin hefur nú verið birt á heimasíðu hátíðarinnar http://agodristund.grundarfjordur.is en vert er að vekja athygli á því að ennþá geta orðið breytingar á dagskráinni og því mikilvægt að fylgjast vel með fram að hátíð.   Stofnuð hefur verið Facebook síða fyrir hátíðina, en hana má finna hér.   Stjórn Hátíðarfélags Grundarfjarðar og framkvæmdastjóri