Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra heimsótti Grundarfjörð í gær og skoðaði ferðamannastaði, heimsótti ferðaþjónustuaðila á svæðinu og kynnti sér nýsköpun í bænum.

 

  Í för með ráðherra voru Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri og Valgerður Rún Benediktsdóttir skrifstofustjóri.

Tekið var á móti ráðherra og föruneyti við Kirkjufellsfoss og við tók þétt dagskrá þar sem ráðherra fékk kynningu á því helsta sem Grundarfjörður hefur upp á að bjóða í ferðaþjónustu og nýsköpun.

Heimsóknin var liður í ferð iðnaðar- og viðskiptaráðherra um Snæfellsnes.