Pétur og úlfurinn í Samkomuhúsinu

    Þriðjudaginn 13. október verður brúðuleikritið fallega um Pétur og úlfinn sett á svið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.  Sýningin hefur verið geysivinsæl allt frá því hún var fyrst sett á svið í Þjóðleikhúsinu og farið sigurför um Ísland auk þess sem hún hefur verið sýnd utan landsteinanna við mikla hrifningu. Aðgangseyrir er kr. 2.000.  

Umsóknir um styrki árið 2016

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2016.   Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2016 sendi beiðni þess efnis á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til og með fimmtudagsins 15. október 2015.    

Bæjarstjórnarfundur

189. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar, fimmtudaginn 8. október 2015, kl.16:30.   Fulltrúar Alta mæta á fundinn undir lið 5. Nefndarmönnum skipulags- og bygginganefndar er boðið að sitja fundinn undir þeim lið.   Dagskrá:  

Námskeið í tælenskri matargerð

    Enn er laust á matreiðslunámskeiðið og er allra síðasti dagur til að skrá sig á morgun, miðvikudaginn 7. október, fyrir kl 20.00. Skráningar berist í síma  842 1307 eða á netfangið hildurj@krums.is.

Dagskrá Rökkurdaga 8.-17. október 2015

  Það er skemmtileg hefð hér í Grundarfirði að taka á móti rökkrinu í vetrarbyrjun með menningarhátíðinni Rökkurdögum. Í stað þess að horfa með trega til sumarsins og sýta veturinn þá er haldin hátíð. Rökkurdagar munu standa yfir dagana 8.-17. október og dagskrá þeirra ætti að hafa borist í öll hús bæjarins á morgun, þriðjudag. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni sem er sett saman með alla aldurshópa í huga.  

Nýr skipulags- og byggingafulltrúi

    Gunnar Sigurgeir Ragnarsson hefur verið ráðinn sem skipulags- og byggingafulltrúi Grundarfjarðarbæjar. Gunnar er húsasmíðameistari og  menntaður byggingarfræðingur B.Sc. frá Vitursbering Horsens í Danmörku. Eiginkona hans er Sigrún Baldursdóttir hársnyrtimeistari og eiga þau tvö börn saman. Gunnar er boðinn velkominn til starfa í Grundarfirði, en ráðgert er að hann komi til starfa að fullu eftir 2-3 vikur.    

Fiskiveislan verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr

Fiskiveislan mikla hefur aldrei verið glæsilegri á Northern Wave en í ár. Hrefna Rósa Sætran dæmir fiskréttina ásamt Jon Favio Munoz Bang, yfirkokki á Hótel Búðum. Í verðlaun fyrir besta fiskréttinn eru 40.000 krónur og að auki verða sérstök verðlaun í boði.    

Haustmarkaður Gleym mér ei

    Hinn árlegi haustmarkaður kvenfélagsins Gleym mér ei verður haldinn laugardaginn 3. október næstkomandi kl 13-17 í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Meðal þess sem selt verður á markaðinum eru sultur, brauð, handunnar vörur og margt fleira, auk köku- og kaffisölu.    

Myndamorgnar á miðvikudögum

Bæringsstofa. Myndamorgnar á miðvikudögum kl. 10-12 fram að jólum. Sögur og ættartengsl. Sunna. 

Námskeið í tælenskri matargerð!

    Laugardaginn 10. október er fyrirhugað námskeið í tælenskri matargerð í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Hrafnhildur Jóna mun leiða þátttakendur í gegnum nokkra vinsælustu rétti hins kraftmikla tælenska eldhúss.