Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 34 í Grundarfirði er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign.

Íbúðin er þriggja herbergja, 80 ferm. auk 23 ferm. bílskúrs, alls 103 ferm.

Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500.

Umsóknarfrestur er til 4. ágúst 2015. Íbúðin er laus frá byrjun ágúst nk.

Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara

Umsóknareyðublað

Ef engin umsókn berst frá eldri borgurum er öðrum heimilt að sækja um leigu á íbúðinni til eins árs í senn.