- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Laus er staða organista og kórstjóra við Grundarfjarðarkirkju frá og með
1. september
Í Grundarfirði búa rúmlega 800 manns og þar er hefð fyrir miklu og góðu tónlistarlífi.
Um er að ræða 50% starf. Laun eru greidd
skv. kjarasamningi FÍH.
Í Grundarfjarðarkirkju er 13 radda pípuorgel
smíðað af þýska orgelsmiðnum Reinhart
Tzschöckel. Einnig er Atlas-flygill í kirkjunni.
Áhugasamir hafi samband við sóknarprest,
sr. Aðalstein Þorvaldsson, í síma 862 8415 ,
sem veitir nánari upplýsingar um starfið.
Einnig má hafa samband við formann sóknarnefndar,
Guðrúnu Margréti Hjaltadóttur, í
síma 899 5451. Umsóknir skulu sendar á netfangið
skallabudir@simnet.is
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk.
Sóknarnefnd.