- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi vestan Kvernár – Iðnaðar og athafnarsvæði.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 14. apríl 2015 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagsbreytingin á við lóðina Ártún 1, þar sem byggingarreitur er settur inn með nýtingarhlutafall 0,3. Lóðin stækkar um 5m til austurs. Gerð nýrrar jarðvegsmanar. Hámarkshæð mænis er 8m frá götukóta en hámarkshæð tanka má vera hærri. Sjá nánari upplýsingar á tillögu að breytingu.
Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 22. apríl 2015 til 4. júní 2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður, í síðasta lagi 4. Júní 2015.
Sigurbjartur Loftsson
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.