Í lok síðasta árs bauð bæjarstjórn Grundfirðingum sem stunda nám í háskólum eða framhaldsnám til starfsréttinda, til óformlegs fundar, skrafs og ráðagerða.

 

Þegar farið var að afla upplýsinga um nemendur kom í ljós að tæplega 40 manns stunda fjölbreytt nám, ýmist staðbundið eða í fjarnámi.

Vel var mætt á fundinn og urðu líflegar umræður sem snerust aðallega um að leita að möguleikum og skapa ný sóknarfæri.  Bæjarstjórn er tilbúin að veita stuðning eftir því sem hægt er, en frumkvæði er hjá nemendunum sjálfum. Til varð a.m.k. eitt teymi fjarnámsnema í viðskiptafræðum og ferðamálafræði. 

 

Bæjarstjórn hyggst halda slíkan fund árlega og bindur vonir við að þessi samræða eigi eftir að skila jákvæðri gerjun og árangri.