- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Föstudaginn 14. janúar verður haldin Morfís keppni í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þar mun Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Fjölbrautaskóli Suðurnesja etja kappi í 16 liða úrslitum mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna.
Keppnin byrjar klukkan 20:00 og er frítt inn. Umræðuefni kvöldsins er þrælahald og mun FSN mæla með þrælahaldi í keppninni. Liðsmenn Snæfellinga eru Arngrímur Stefánsson, Hjörtur Steinn Fjeldsted, Jónas Jökull og Valný Hjálmarsdóttir.
Fjölbrautaskóla Snæfellinga hefur gengið þokkalega í þessari keppni hingað til en besti árangur okkar er 8 liða úrslit og að sjálfsögðu stefnum við lengra þetta árið. Öllum er velkomið að koma og fylgjast með og auðvitað styðja FSN í leiðinni!
Rútur fara frá
Hellissandi kl. 19:00
Rifi kl. 19:03
Ólafsvík kl. 19:15
Stykkishólmi kl. 19:00
Heimakstur um kl. 22.