Brunamálaskólinn í Grundarfirði

Frá reykköfunaræfingu   Um síðustu helgi urðu margir bæjarbúar varir við slökkviliðið á ferðinni um bæinn. Ástæðan var að Brunamálaskólinn var með námskeið fyrir slökkviliðsmenn og mættu þar bæði slökkviliðsmenn frá Grundarfirði og Snæfellsbæ. Á þessu námskeiði var aðal áherslan lögð á reykköfun og reykræstingu. Menn fengu bæði að spreyta sig í að skríða blindaðir með reykköfunartæki um iðnaðarhúsnæði í leit að fórnarlömbum elds og einnig í reykfylltu íbúðarhúsnæði. Fórnarlömbin voru bæði slökkviliðsmenn og dúkkur. Námskeiðið tókst vel og voru allir ánægðir með helgina. Sjá fleiri myndir í myndabankanum eða með því að smella hér.  

Öskudagsskemmtun

Öskudagsskemmtun verður í Samkomuhúsinu miðvikudaginn 21. febrúar.   1. – 4. bekkur      kl. 13:00 – 14:00 5. – 7. bekkur      kl. 14:00 – 15:00 8 – 10. bekkur     kl. 19:30  BINGÓ, 300 kr. spjaldið   Hvetjum alla til að mæta í búningum   Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar  

UMFG verður með í bikarkeppni KSÍ.

  Dregið hefur verið í fyrstu umferð VISA-bikars karla. Grundarfjörður dróst gegn Höfrungi frá Þingeyri og verður leikurinn þann 11 maí kl 20:00 á Grundarfjarðarvelli.    

Aðalfundur Eyrbyggja

Fundarboð Aðalfundur Eyrbyggja, Hollvinafélags Grundarfjarðar verður haldinn að Hótel Nordica þann 6. mars næst komandi kl. 20:00, í sal G á 2. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf Brottfluttir Grundfirðingar eru sérstaklega boðnir velkomnir   Stjórnin    

Aðalfundur Eyrbyggja

Aðalfundur Eyrbyggja, hollvinafélags Grundarfjarðar verður haldinn að Hótel Nordica í sal G á 2. hæð, þann 6. mars næst komandi kl. 20:00.   Venjuleg aðalfundarstörf   Brottfluttir Grundfirðingar sérstaklega boðnir velkomnir  

Fundur um samgöngu - og fjarskiptamál

Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, boðar til fundar um samgöngu - og fjarskiptamál, þriðjudaginn 20. febrúar kl. 20.00 á Krákunni í Grundarfirði. Að lokinni ræðu samgönguráðherra verða fyrirspurnir og umræður. 

Þemadagar í Tónlistarskólanum

  Þemadagar voru í tónlistarskólanum sl. miðvikudag og fimmtudag. Þemað að þessu sinni var afrísk tónlist og unnið var sérstaklega með tvö þjóðlög. Fyrri daginn var unnið í hópum þar sem hvert hljóðfæri var tekið sérstaklega fyrir, en seinni daginn var svo „Risa-samspil“ þar sem allir nemendur æfðu og fluttu lögin saman á hin ýmsu hljóðfæri.   Hér má sjá myndir frá þemadögunum  

Unglingadeildinni Pjakkur - fjáröflun

Unglingadeild björgunarsveitarinnar mun ganga í hús í kvöld og selja klósettpappír og eldhúsrúllur til fjáröflunar fyrir starfsemi deildarinnar.  Tökum vel á móti unglingunum og styrkjum gott málefni og öflugt starf unglingadeildarinnar.     

Rýnihópur að störfum við hugmyndavinnu fyrir nýja íþróttamiðstöð

  Síðastliðinn mánudag kom saman „rýnihópur“ vegna væntanlegrar byggingar íþróttarmiðstöðvar í Grundarfirði.  Í rýnihópnum eru rúmlega 20 íbúar í Grundarfirði.  Tilgangur með vinnu rýnihópsins er að taka saman og samræma hugmyndir um, húsnæði, aðstöðu og búnað í nýrri íþróttarmiðstöð.  Hópurinn samanstendur af fulltrúum frá bæjarstjórn, almennum íbúum, skólunum og félögum í Grundarfirði.  Gætt var að því að fjölbreytni væri mikil í hópnum til þess að skoðanir sem flestra hópa í sveitarfélaginu ættu sér málsvara í honum.  Til aðstoðar hópnum voru fengnir arkitektar með mikla reynslu af hönnun íþróttamiðstöðva og ráðgjafaverkfræðingur sem sérhæfður er á þessu sviði.  Hópvinnunni stjórnaði Hrönn Pétursdóttir sem er mörgum að góðu kunn í Grundarfirði eftir að hún var verkefnisstjóri við undirbúning að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga.  Farið verður yfir hugmyndir rýnihópsins sem fram komu á fundinum síðastliðinn mánudag og upp úr þeim verður síðan til „forsögn“ eða „lýsing“ á fyrirhuguðu mannvirki.   Hér má sjá myndir frá fundinum      

Búferlaflutningar 2006

Hagstofa Íslands hefur nú sent frá sér nýtt Hagtíðindahefti í ritröðinni Mannfjöldi um Búferlaflutninga 1986-2006. Þar kemur fram að undanfarin tvö ár hafa einkennst af umfangsmeiri flutningum til landsins en önnur ár. Tíðni aðfluttra umfram brottflutta í millalandaflutningum var 17,3 samanborið við 13,0 ári áður. Í öllum landshlutum voru aðfluttir fleiri en brottfluttir í millilandaflutningum. Þar munar mestu um Austurland en í kjölfar virkjana og stóriðjuframkvæmda þar hafa flutningar til Austurlands frá útlöndum aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Athygli verkur að erlendum körlum hefur fjölgað mjög ört í flutningum til landsins. Til ársins 2003 voru konur alla jafna fleiri en karlar í flutningum en nú er þessu öfugt farið. Mest áberandi er þetta á Austurlandi en þangað fluttu nær tíu sinnum fleiri karlar en konur frá útlöndum.