- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Flutningsjöfnuður í innanlandsflutningum var neikvæður á öllum landsvæðum fyrir utan höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Suðurland. Í nær öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi og Vestfjörðum var flutningsjöfnuður innannlands neikvæður. Þetta á t.a.m. við um Akureyri en ólíkt því sem verið hefur undanfarin ár fluttust fleiri frá bænum en til hans. Þótt flutningsjöfnuður í innanlandsflutningum sé neikvæður á Austurlandi er hann talsvert hærri en verið hefur og er nú -0,5 samanborið við -10 ári áður. Flutningsjöfnuður í stærstu þéttbýlisstöðunum á Austurlandi er jákvæður, einkum á Egilstöðum en þar var flutningsjöfnuður í innanlandsflutningum hærri en annars staðar á landinu.
Athugun á flutningum milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar á umræddu tímabili leiðir í ljós að nokkuð hefur dregið úr því forskoti sem höfuðborgarsvæðið hefur haft á landsbyggðina undanfarna áratugi. Þetta má öðru fremur rekja til þess að flutningsstraumurinn til þéttbýlisstaða í nágrenni höfuðborgarsvæðis hefur aukist jafnt og þétt. Í öllum þéttbýlisstöðum í nágrenni höfuðborgarsvæðis með fleiri en 2.000 íbúa, þ.e. Akranes, Hveragerði, Selfoss og Keflavík (að meðtalinni Njarðvík) var flutningsjöfnuður í innanlandsflutningum meiri en 15 á hverja 1.000 íbúa. Hæstur var hann í Hveragerði 39,3.
Talnaefni