Grundfirðingur að spila með U16 landsliði karla um helgina

Brynjar Kristmundsson Íþróttamaður Grundarfjarðar 2006 keppti fyrir hönd Íslands með landsliði karla U16 nú um síðastliðna helgi. Var leikurinn einn af fjórum æfingaleikjum sem voru spilaðir, en spilaðir voru 2 karla leiki og  2 kvenna leikir við úrvalslið frá Noregi. Skemmst er frá því að segja að leikurinn sem Brynjar spilaði endaði með sigri Íslands 3-1.  

Borun að Berserkseyri

Óhætt er að segja að fylgst sé náið með borun Orkuveitu Reykjavíkur að Berserkseyri.  Eftirfarandi skilaboð voru á vef ÍSOR um stöðu borunarinnar í dag:   Mánudagur 26. febrúar 2007 Dýpi klukkan 13 í dag var 871 m. Engar breytingar hafa orðið í skoltapi. Borun gengur vel.   Sunnudagur 24. febrúar 2007 Dýpi kl. 11 var 674 m. Skoltap var komið niður í 6 l/s en hafði aukist í 8 l/s kl. 6 í morgun. Dæling ef hafin úr BS-1. Aukið skoltap stafar líklega af þrýstiléttingar á kerfinu vegna dælingar úr BS-1 . Gýrómælingar í 638 m gáfu 20,7° halla í stefnu 13,7°.  

Úthlutun styrkja Menningarráðs Vesturlands 2007

Fimmtudaginn 22. febrúar sl. var styrkjum Menningarráðs Vesturlands fyrir árið 2007 úthlutað við athöfn að Görðum á Akranesi.  Þeir sem hlutu stærstu styrkina voru viðstaddir athöfnina og veittu þeim viðtöku.  Einnig voru viðstaddir sveitarstjórnarmenn og þingmenn kjördæmisins.  Styrkir þessir eru lyftistöng fyrir menningarlíf á Vesturlandi.  Hér má sjá heildarlista yfir styrkina árið 2007:  

Borun eftir heita vatninu á Berserkseyri

Borun á Berserkseyri virðist ganga mjög vel.   Klukkan sjö í morgun var búið að bora 275 metra og var hitastigið í holunni orðið 30°C sem vonandi veit á gott.   Hér má sjá nýjar myndir af borstaðnum.   

Öskudagurinn

  Á öskudaginn var hér mikið fjör í bænum og voru ýmsar kynjaverur á sveimi um bæinn. Krakkar gengu á milli verslana, fyrirtækja og stofnana og sungu fyrir starfsfólk og að launum fengu krakkarnir eitthvað gott í pokann.   Myndir  

Kattaeigendur athugið!

Nú er komið að því að skrá alla ketti í þéttbýli Grundarfjarðar.   Skv. samþykkt  um kattahald í Grundarfjarðarbæ nr. 368/2006 þarf að óska eftir leyfi til kattahalds á þar til gerðum eyðublöðum á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar. Þar fær eigandi kattar afhenta númeraða plötu með skráningarnúmeri kattarins, sem alltaf skal vera í ól um háls dýrsins. Leyfisgjald skal greiða árlega til bæjarsjóðs eftir gjaldskrá sem bæjarstjórn setur. Gjaldið er nú kr. 2.500 pr. kött en ekki er heimilt að hafa fleiri en tvo ketti eldri en þriggja mánaða á sama heimili. Skilyrði fyrir kattahaldi í fjöleignahúsum, er að hlutaðeigandi íbúðareigendur samþykki það og skal leggja fram skriflegt samþykki þar um við skráningu kattarins. Leigutaki þarf jafnan að framvísa samþykki leigusala síns.  

Svar við spurningu vikunnar.

Við spurðum að því í síðustu viku hvort fólk væri að nýta sér gámaþjónustuna er varðaði flokkun heimasorps. Það kom í ljós að 42,7% af þeim sem svöruðu eru að nýta sér þessa þjónustu.

Ímynd Vesturlands

 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og atvinnuráðgjöf Vesturlands kynna niðurstöður skýrslunnar  - Ímynd Vesturlands -  kynningin verður í dag miðvikudaginn 21. febrúar á Krákunni kl 18:00 Fundurinn er öllum opin Á fundin mæta einnig fulltrúar frá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst.   Hér má sjá skýrsluna  “Ímynd vesturlands,, Athugun á viðhorfum íbúa höfuðborgarsvæðisins og íbúa vestfjarða og Norðurlands vestra  

Kynningarátak um söfnun ónýtra rafhlaðna - aðeins 21% rafhlaðna skilað til úrvinnslu

    Úrvinnslusjóður hrinti í gær af stað kynningarátaki vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum til úrvinnslu. Markmið átaksins er að fá fleiri til að safna og skila notuðum rafhlöðum, auka vitund almennings um mikilvægi þess að rafhlöðum sé skilað og vekja athygli á að einfalt sé að losna við þær. Þátttakendur í kynningarátakinu ásamt Úrvinnslusjóði eru Olís, Efnamóttakan, Gámaþjónustan og Hringrás.  

Innsetningarmessa

Sr. Gunnar E. Hauksson, prófastur, mun setja Jón Ásgeir Sigurvinsson í embætti sóknarprests Setbergsprestakalls til afleysinga á meðan á barneignaleyfi sr. Elínborgar Sturludóttur stendur. Messan mun verða í Grundarfjarðarkirkju þann 28. febrúar Kl: 20:30.