„TónVest 2007“

Skólamót Tónlistarskólanna á vesturlandi.   Skólamót tónlistarskólanna á vesturlandi fór fram í Hótel Stykkishólmi í gær miðvikudaginn 28.febrúar. Sex skólar tóku þátt: frá Akranesi, Borgarfirði, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og Búðardal. Kennarar og skólastjórar mættu til leiks ásamt hópi nemenda frá hverjum skóla en okkar fulltrúar í mótinu voru meðlimir í  Skólahljómsveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Alls voru saman komnir u.þ.b. 140 hljóðfæraleikarar og skapaðist mikil og góð stemming. Myndir

Úthlutun styrkja Menningarráðs Vesturlands 2007

  Menningarráð vesturlands úthlutaði nú nýverið árlegum styrkjum eins og fram hefur komið hér á vefnum. Tónlistarskólarnir í Stykkishólmi og Grundarfirði fengu úthlutað 200,000 kr. í tilraunaverkefnið „Trommusveit Snæfellsness“. Frumkvæði að þessu verkefni áttu tónlistarkennararnir Martin Markvoll frá Stykkishólmi og Baldur Orri Rafnsson frá Grundarfirði.  

,,Grundarpol”, vinafélag Grundarfjarðar í Paimpol

 Nú eru staddir Í Grundarfirði fulltrúar frá ,,Grundarpol”, vinafélagi Grundarfjarðar. Þessir góðu gestir dvelja á nokkrum heimilum hér í Grundarfirði og kunnum við þeim aðilum bestu þakkir. Í gærkveldi var fundur á Krákunni þar sem farið var yfir atriði sem gætu enn frekar styrkt tengsl Grundarfjarðar og Paimpol. Nokkrar hugmyndir komu fram á fundinum sem vonandi munu renna frekari stoðum undir tengsl Grundarfjarðar og Paimpol í framtíðinni.

Söfnum fyrir Gambíu á Vesturlandi

Helgina 2. og 3.mars gangast Rauða kross deildir á Vesturlandi fyrir söfnun í gám sem sendur verður til vinadeildar svæðisins í Gambíu á næstu vikum. Deildirnar hafa verið í vinadeildarsamstarfi við deildina Western Division í Gambíu í meira en 10 ár og hafa stutt þar við ýmis verkefni sem nýst hafa fátækustu íbúum svæðisins.

Bikarleikur í blaki

Í kvöld mætast sameiginlegt lið UMFG og Reynis Hellissandi á móti Þrótt Reykjavík í bikarkeppninni í blaki kvenna. Leikurinn verður haldinn í íþróttahúsinu í kvöld kl. 21:00  

Frumkvöðull Vesturlands 2006

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi leita eftir tilnefningum á einstaklingum sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið; "Frumkvöðull Vesturlands 2006".  

Móttaka ónýtra rafhlaðna

    Í rafhlöðum eru spilliefni sem eru hættuleg bæði heilsu okkar og náttúrunni komist þau í snertingu við umhverfið. Það er því mikilvægt að engar rafhlöður endi í heimilissorpinu heldur sé komið til úrvinnslu til viðurkenndra aðila sem hafa þekkingu til að farga eða eyða rafhlöðunum, og þar með lágmarka umhverfis- og heilsuspjöll af völdum rafhlaðna.

Borvaktin 1. mars

  Fimmtudagur 1. mars 2007 Borun gengur vel. Dýpi í morgun kl. 7:15 var 1133 m. Skoltap kl. 6 var 7,3 l/s.   Miðvikudagur 28. febrúar Borun hófst á ný kl. 5:30 í morgun í 992 m. Skoltap kl. 6 mældist 6,4 l/s. Borað er með mótor en ekkert MWD-tæki er í strengnum. Dýpi kl. 10 var 1024 m og skoltap 10 l/s. Hitamæling gærdagsins er birt í dagskýrslu en þar er einnig að finna niðurstöður gýrómælinga.   Þriðjudagskvöld 27. febrúar 2007 Upptekt og hitamælingu lokið. Hitamælingin birtist hér. Æðin í 465 m er mjög geinileg í mælingunni en litla æðin í 425 m sést ekki.  Sjá má æð í 768 m en hún er ekki eins afgerandi og 465 m æðin.  Mikil hallabreyting verður á ferlinum í 890 m og önnur minni í 950 m. Hiti í botni var 62°C.

TÓN-VEST

Í dag er haldið skólamót tónlistarskólanna á Vesturlandi.  Þar koma saman nemendur frá tónlistarskólum á Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og Búðardal.  Mót tónlistarskólanna nefnist „TÓN-VEST“. Tónlistarskólarnir hafa haldið álíka mót árlega og þetta árið er það haldið í Stykkishólmi.  Um það bil 10-12 nemendur frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar taka þátt í mótinu.  Tón-Vest lýkur með samspili allra þátttakenda í hótelinu í Stykkishólmi og verður sú hljómsveit skipuð yfir eitt hundrað einstaklingum.

Borvaktin:

Þriðjudagskvöld 27. febrúar 2007 Upptekt og hitamælingu lokið. Hitamælingin birtist hér. Æðin í 465 m er mjög geinileg í mælingunni en litla æðin í 425 m sést ekki.  Sjá má æð í 768 m en hún er ekki eins afgerandi og 465 m æðin.  Mikil hallabreyting verður á ferlinum í 890 m og önnur minni í 950 m. Hiti í botni var 62°C.   Þriðjudagur 27. febrúar kl. 11:30 Borun stöðvuð í 992 m til krónuskipta. Framundan er skolun í 1 klukkustund og síðan upptekt. Að upptekt lokinni verða settar niður stangir og holan loftdæld og hitamæld.  Skoltap 6,4 l/s í 992 m kl. 11:30.   Þriðjudagur 27. febrúar 2007 Dýpi kl. 8 var 972 metrar. Skoltap kl. 6 var 9 l/s. Hiti úr BS-1 mældist 77.7°C nú í morgun. Vatnsborð í SN-124 var á 30 m dýpi í gær kl. 18.