Æfingagjöld UMFG hækka.

 Gjaldið fyrir áarið 2007 verður þannig að áfram er er árinu skipt í þrjú tímabil. Gjaldið fyrir hvert tímabil verður þannig Fyrir eitt barn 10.600 ( var 8.600) Fyrir tvö börn 18.000 ( var 15.400) Fyrir þrjú börn 23.800 ( var 20.400) Börnin geta mætt í allar íþróttagreinar sem boðið er upp á fyrir þeirra aldur. Þau börn sem eru einhverjum klúbbum landsbankans fá 10 % afslátt af æfingagjöldum.                                                     UMFG

Símenntunarmiðstöð Vesturlands

Að vinna með innflytjendum   Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vinna með eða hafa starfs síns vegna samskipti við fólk af erlendum uppruna t.d. starfsfólk heilsugæslu, leikskóla, grunnskóla o.fl. Fjallað er um málefni innflytjenda, tölulegar upplýsingar og um réttindi og stöðu þeirra hérlendis. Ennfremur verður fjallað um fordóma, menningarlæsi, íslenskukennslu o.fl. sem mikilvægt er að hafa í huga þegar unnið er með innflytjendum.

80. Stjórnarfundur

80. Stjórnarfundur Eyrbyggja 11. janúar 2007 kl. 20:00 að Dalvegi í Kópavogi.   viðstaddir: Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Benedikt Gunnar Ívarsson.   Dagskrá:   1. Ritnefnd Eyrbyggja 2. Sala á bókum 6 og 7 3. Efnisöflun í bók 8 4. Aðalfundur 2007 5. Önnur mál.    

Tilkynning frá Orkuveitunni.

Truflun verður á kalda vatninu vegna viðgerða við stofn, eftir kl. 16.00 og fram eftir kvöldi. 

Spurning vikunnar.

145 manns svöruðu spurningu vikunnar. Flestum, eða 73 (50,5%),  fannst áramótaskaupið ömurlegt. 28 (19,3%) fannst það frábært en 44 (30,3%) fannst skaupið sæmilegt. 

Opið hús í leikskólanum

Nú fagnar leikskólinn í Grundarfirði 30 ára afmæli sínu og í tilefni þess er opið hús í dag. Mikið af fólki var mætt, boðið var upp á glæsilegar veitingar og sungu leikskólanemendur fyrir gesti og munu krakkarnir syngja aftur kl. 15:45 í dag. Einnig var Matthildur Guðmundsdóttir heiðruð sérstaklega en hún hefur starfað við leikskólann frá stofnun hans eða í 30 ár.       Mynd

Leikskóli í Grundarfirði í 30 ár

Í tilefni að 30 ára afmæli Leikskólastarfs í Grundarfirði 4. janúar verður opið hús í Leikskólanum Sólvöllum fimmtudaginn 4. janúar frá 14:00 -16:30. Leikskólanemendur syngja fyrir gesti kl: 14:10 og aftur 15:45. Gestum er boðið upp á að skoða leikskólann og þiggja veitingar í starfsmannaálmu skólans. Verið velkomin Nemendur og starfsfólk Leikskólans Sólvalla

Húsaleigubætur fyrir árið 2007

Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka. Umsækjendur um húsaleigubætur í Grundarfjarðarbæ eru minntir á að skila umsókn fyrir árið 2007 til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Hellissandur, eða til bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, fyrir 19. janúar nk. Húsaleigubætur eru greiddar eftir á fyrir hvern mánuð eins og lög um húsaleigubætur gera ráð fyrir.

Árið 2006; ár breytinga, framkvæmda og framfara hjá Grundarfjarðarbæ

Óhætt er að segja, að nýliðið ár hafi verið viðburðaríkt í Grundarfjarðarbæ.  Hér á eftir verður minnst á nokkur eftirminnileg atriði úr bæjarlífinu á liðnu ári.  Ekki ber að líta á þessi skrif sem tæmandi annál, frekar sem hugleiðingar um áramót.   Skipulagsmál: Framan af ári og reyndar árið allt var annríki hjá starfsfólki og kjörnum fulltrúum í Grundarfjarðarbæ vegna skipulagsmála og mótunar „Fjölskyldustefnunnar“.