Víða urðu talsverðar skemmdir í ofsaveðrinu 23. desember 2006

Bæjarskrifstofan hefur undanfarnar vikur tekið við tilkynningum um skemmdir sem urðu í ofsaveðrinu á Þorláksmessu.  Ljóst er að víða hefur orðið talsverð eyðilegging og í öllum tilfellum eru óþægindi og fyrirhöfn í nokkrum mæli.  Rúðubrot eru áberandi bæði á bílum og í húsum.  Þó nokkur tilfelli eru um skemmdir á lakki bíla og sömuleiðis á veggjum og þökum húsa.  Tjón hafa verið tilkynnt við eftirtaldar götur í Grundarfirði:  Borgarbraut, Eyrar-veg, Fagurhól, Fagurhólstún, Fellasneið, Grundargötu, Hrannarstíg, Nesveg, Smiðjustíg, Sólvelli, Sæból og Ölkelduveg.  Þetta liggur fyrir samkvæmt þeim tilkynningum sem borist hafa og ljóst að nyrðri og vestari hlutar bæjarins hafa orðið fyrir allnokkru tjóni.  Í dreifbýlinu er vitað um skemmdir á bæjunum Kverná og Nausti I.  Þeir sem lentu í þessum skakkaföllum, hafa leitað til

Undirbúningur að byggingu íþróttamiðstöðvar hafinn

Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðar þ. 25. janúar sl. var samþykkt að halda áfram undirbúningsferli að bygginu íþróttamiðstöðvar í bænum.  Samþykkt var að kalla til ráðgjafar "rýnihóp" sem ætlað er að laða fram sem flest sjónarmið um það hvernig starfsemi og fyrirkomulag verður í íþróttamiðstöðinni.  Gert er ráð fyrir að í rýnihópnum verði m.a. fulltrúar eftirtalinna aðila; leik- og grunnskóla, fjölbrautaskóla, eldri borgara, ungmennafélagsins, almennings, ferðaþjónustunnar, fræðslu- og menningarmálanefndar, íþrótta- og tómstundanefndar, bæjarstjórnar og bæjarstjóri.  Gert er ráð fyrir að Hrönn Pétursdóttir, sem var verkefnisstjóri við mótun og uppbyggingu fjölbrautaskólans, muni vinna með rýnihópnum að verkefninu.

Grundarfjarðarhöfn er orðin tollhöfn

Ánægjulegur áfangi hefur náðst í starfsemi Grundarfjarðarhafnar.  Frá og með 1. janúar 2007 er höfnin skilgreind sem tollhöfn.  Fyrir 2 - 3 árum var farið að sækja um það til fjármálaráðherra að höfnin öðlaðist þennan sess.  Málið tafðist nokkuð á meðan reglugerð um vörslu og tollmeðferð vöru var í endurskoðun, en nú er niðurstaða fengin.  Þetta mun gagnast útflutningsfyrirtækjum í Grundarfirði og einnig efla stöðu hafnarinnar sem inn- og útflutningshafnar.  Verið er að kanna til hlýtar þessa dagana á hvern hátt starfsemi hafnarinnar verður sem best aðlöguð að þessari nýju stöðu.  Hafnarstjórninni og hafnarverðinum er óskað til hamingju með þennan áfanga.

Tónlistarskólinn

 Hjá tónlistarskólanum er mikið að gerast á næstunni og nú er í gangi miðvetrarmat. Í febrúar er svo þemavika og verður þemað að þessu sinni afrísk tónlist, síðan í lok febrúar verður skólamót tónlistarskólanna á vesturlandi, þar sem að Akranes, Borgarnes, Ólafsvík, Grundarfjörður Stykkishólmur og Búðardalur koma saman og kallast mótið „TónVest“. Mótið verður haldið í Stykkishólmi þetta árið og eru um það bil 10-12 nemendur frá tónlistarskólanum á Grundarfirði taka þátt.  

Mikil uppbygging

Það er óhætt að segja að það sé mikil uppbygging í Grundarfirði þessa dagana en nú eru um 22 nýjar íbúðir í byggingu eða á teikniborðinu í bænum. Það eru þrjú verktakafyrirtæki sem vinna að byggingu húsanna, en það eru Landsmenn byggingarverktakar ehf., Stafna á milli ehf. og Nesbyggð ehf. Í myndabankanum má sjá myndir frá framkvæmdum. Hægt er að smella hér til að komast beint að myndunum.  

Myndir

Það eru komnar myndir inn í myndabankann frá 30 ára afmæli leikskólans sem var 4. janúar síðastliðinn. Hér má sjá myndirnar.

Námskeið

Leðurvinna   Farið verður í eiginleika og meðhöndlun á leðri og roði.   Nokkrir hlutir verða gerðir s.s belti, gríma eða skúlptúr, bókarkápa, lyklakippa, bókarmerki og lítið veski eða budda.

Þjónustuvefur eldri borgara

Vakin er athygli á því að í samræmi við markmið í fjölskyldustefnu Grundfirðinga var sl. sumar bætt við sérstökum tengli á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar þar sem fram koma á einum stað upplýsingar um þjónustu og málefni sem varða eldri borgara í bæjarfélaginu. Þar er t.d. að finna hlekki sem vísa inn á upplýsingar um Heilsugæslustöðvar, Dvalarheimilið Fellaskjól, Grundarfjarðarkirkju, Tryggingastofnun Ríkisins og hinar og þessar reglur Grundarfjarðarbæjar. Sjá nánar með því að leita undir flipanum þjónusta hér efst á síðunni og þar er tengill á vinstri væng síðunnar - eldri borgarar. Hægt er að komast beint inn á síðuna með því að smella hér.

Veiting íslensks ríkisfangs 2006

Samkvæmt breytingaskrá þjóðskrár fengu 844 landsmanna íslenskt ríkisfang árið 2006. Einstaklingum sem fengið hafa íslenskt ríkisfang hefur fjölgað ört á síðustu árum. Mest fjölgunin varð milli áranna 2003 og 2004 en þá fjölgaði einstaklingum sem öðluðust íslenskt ríkisfang úr 463 í 671.

Íslandsmótið innanhúss.

Sameiginleg lið UMFG, Snæfells og Vík/Reynis tóku þátt á íslandsmótinu innanhúss undir merkjum Snæfellsness 7 lið hafa lokið keppni og komst ekkert þeirra í úrslit. Árangur liðanna er eftirfarandi 2. fl ka 3 sæti riðils 6 stig 2.fl kv 4. sæti riðils 0 stig 3.fl kv 5. sæti riðils 1 stig 3. fl ka 3. sæti riðils 3 stig 4.fl ka 5. sæti riðils 1 stig 4.fl kv 4.sæti riðils 4 stig 5.fl kv 4. sæti riðils 1 stig Nokkrir byrjunar örðuleikar hafa komið fram á þessu samstarfi en þeir verða lagaðir og við mætum ákveðin til leiks á komandi sumri með sterk lið. Foreldrar eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið umfg@grundo.is þar sem fram kemur nafn iðkanda, símanúmer og netfang. Þetta er gert til að auðvelda upplýsingaflæði til foreldra.