Nú er komið að því að skrá alla ketti í þéttbýli Grundarfjarðar.

 

Skv. samþykkt  um kattahald í Grundarfjarðarbæ nr. 368/2006 þarf að óska eftir leyfi til kattahalds á þar til gerðum eyðublöðum á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar. Þar fær eigandi kattar afhenta númeraða plötu með skráningarnúmeri kattarins, sem alltaf skal vera í ól um háls dýrsins. Leyfisgjald skal greiða árlega til bæjarsjóðs eftir gjaldskrá sem bæjarstjórn setur. Gjaldið er nú kr. 2.500 pr. kött en ekki er heimilt að hafa fleiri en tvo ketti eldri en þriggja mánaða á sama heimili. Skilyrði fyrir kattahaldi í fjöleignahúsum, er að hlutaðeigandi íbúðareigendur samþykki það og skal leggja fram skriflegt samþykki þar um við skráningu kattarins. Leigutaki þarf jafnan að framvísa samþykki leigusala síns.