Eftirfarandi frétt birtist á Skessuhorni.is:
Ungmenni af Vesturlandi gerðu góða ferð á unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var á Laugum í Reykjadal um og fyrir liðna helgi. Lið frá HSH, UMSB, UDN og Akranesi voru meðal keppenda, alls hátt á annað hundrað krakkar. Árangur Vestlendinga var ágætur og komust margir þeirra á verðlaunapalla. Sérstök háttvísisverðlaun, eða fyrirmyndarbikarinn, hlaut 47 manna lið HSH en viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi umgengni, háttvísi og prúða framgöngu.