Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, Hlíðarvegi 14 í Grundarfirði, varð fyrir þeirri skemmtilegu og óvæntu reynslu í gærkvöldi að horfa upp á haförn steypast af flugi ofan í sjóinn við bæinn Háls í Eyrarsveit. Sigurbjörg fangaði örninn og vafði úlpu sinni utan um hann til að verjast ágangi fuglsins, en hann var illa á sig kominn og allur ataður grút. Í sömu andrá var Valgeir Magnússon verkstjóri áhaldahússins í Grundarfirði á ferð þar hjá og kom Sigurbjörgu til aðstoðar.