Fasteignamat ríkisins er að ljúka við að endurmeta og samræma mat á fasteignum í Grundarfirði.  Þetta er gert að beiðni Grundarfjarðarbæjar vegna ósamræmis í verðmætamati einstakra eigna og lóða.  Búast má við talsverðri hækkun fasteignamats í Grundarfirði í kjölfar endurmatsins, en þó mismunandi milli eigna. 

 

 

 

Fasteignamatið mun senda húseigendum tilkynningu um nýtt fasteignamat síðar í ágúst.  Húseigendur geta komið athugasemdum á framfæri við Fasteignamt ríkisins fyrir 1. október nk..  Nýtt fasteignamat tekur síðan gildi 1. nóvember á þessu ári.

 

Fasteignamat er notað sem grunnur að álagningu fasteignaskatta sveitarfélagsins og mun Grundarfjarðarbær taka álagningu sína til endurskoðunar fyrir næsta ár með hliðsjón af þessum breytingum. Fasteignamatið er einnig notað við útreikning á vaxtabótum og var grunnur að skattlagningu eigna,  en sem kunnugt er hefur eignaskattur verið aflagður.