Fasteignamat ríkisins hefur lokið endurmati fasteignamats að beiðni sveitarstjórnar Grundarfjarðarbæjar. Það tekur til allra eigna í þéttbýli í sveitarfélaginu, það er í Grundarfirði. Brunabótamat breytist ekki við endurmatið.
Hið nýja fasteignamat tekur gildi 1. nóvember 2006. Matið miðar við verðlag í nóvember 2005. Frestur til athugasemda er til 1. október 2006. Þann 31. desember næst komandi fer síðan fram árlegur framreikningur fasteignamats og er matið þá fært til verðlags í nóvember 2006.
Samkvæmt skrám FMR þann 14. ágúst 2006 eru 346 skráðar lóðir í Grundarfirði, þar af eru 303 byggðar. Fjöldi sérmetinna íbúða er 290. Sjá nánar á vefs FMR með því að smella hér.