Í dag, þriðjudag, og á morgun, miðvikudag, verða þemadagar í FSN. Hefðbundin kennsla fellur niður þessa daga en nemendum verður boðið að sækja hin ýmsu námskeið. Þar má nefna námskeið í afrískum dönsum, fræðslu og kennslu í förðun, netabætinganámskeið, ullarþæfingarnámskeið, stuttmyndasýningar, félagsvist, skák, „daður og deit með Helgu Brögu“ o.fl.
Dagarnir enda svo með árshátíð nemendafélagsins (NFSN) sem haldin verður hér í Grundarfirði.