- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Stóraupplestrarkeppni 7. bekkinga á norðanverðu Snæfellsnesi fór hátíðlega fram í gær, 13. apríl í Stykkishólmskirkju. Alls tóku níu keppendur þátt, þrír frá hverju bæjarfélagi en þeir höfðu verið valdir sem fulltrúar hvers skóla fyrir sig í undankeppnum sem nýlega eru afstaðnar.
Fulltrúar Grunnskóla Grundarfjarðar voru þær Alexandra Geraimova, Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir og Silja Rán Arnarsdóttir.
Keppnin var mjög jöfn og stóðu fulltrúar okkar sig með afburðum vel og voru okkur til mikils sóma. Keppnin var í 3 hlutum. Fyrst lásu keppendur valda kafla úr sögunni "Öðruvísi dagar" eftir Guðrúnu Helgadóttur, því næst lásu þau ljóð eftir Kristján Eldjárn og að lokum fluttu þau ljóð að eigin vali. Úrslitin urðu eftirfarandi:
1. sæti Alexandra Geraimova (Grundarfirði)
2. sæti Hilma Jónsdóttir (Snæfellsbæ)
3. sæti Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir (Grundarfirði)
Grundarfjarðarvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!