56. fundur bæjarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl kl. 17.00 í samkomuhúsinu.
Á dagskrá eru m.a. fundargerðir nefnda og ráða, fyrri umræða um ársreikning 2004, tillaga um byggingarframkvæmdir við leikskóla, tillögur um úrvinnslu á niðurstöðum íbúaþings, umræða um málefni vatnsveitu og um stöðu sorpmála, lokatillaga sameiningarnefndar um sameiningu sveitarfélaga, frumvarp um breytingu á tekjustofnalögum, önnur umræða um gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit og um samþykkt um kattahald, o.fl. Fundurinn er öllum opinn.
Bæjarstjóri