- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dagskrá fjölskylduhátíðarinnar "Á góðri stund" sem haldin verður dagana 23.-25. júlí er að taka á sig nokkra mynd. Þó er margt sem ekki er komið inn og því ekki úr vegi að minna þá á sem eiga eftir að tilkynna ákveðna dagskrárliði að hafa samband við framkvæmdarstjóra hátíðarinnar Hrafnhildi Jónu sem allra fyrst. Það er hægt með því að hringja í síma 438-6505 eða 690-1707 eða senda netpóst á hjj@mi.is.
Hátíðin verður með nokkuð svipuðu sniði og fyrri ár þó búast megi við einhverjum breytingum svona eins og gengur. Einhverjar tímabreytingar eru fyrirsjáanlega á nokkrum atriðum, eins dettur eitthvað út, og annað kemur í staðinn. Svo mikið er víst að það er búið að leggja inn pöntun fyrir góðu veðri og léttri lund.
Dagskráin eins og hún lítur út um þessar mundir.
Á föstudeginum:
Opnunarhátið við Kaffi 59 með “Grundfirðingnum” Kalla Bjarna og grillveislu. Vorgleðin “Sveitt og Svöl í Grundó” í samkomuhúsinu
Veitingahúsin verða opin eitthvað fram eftir nóttu
Laugardagurinn:
Víðavangshlaup
Bryggjuskemmtun að hætti Grundfirðinga
Sölutjöld
Landsþekktir skemmtikraftar
Leiktæki
Steinþórsmót í frjálsum (15 ára og eldri)
Unglingatónleikar
Tónleikar í kirkjunni
Sögumiðstöðin með dagsskrá
Bryggjuball
Stórdansleikur í Samkomuhúsi Grundarfjarðar með Kalla Bjarna og hljómsveit
Veitngahúsin opin fram eftir nóttu
Sunnudagurinn
Dorgveiðikeppni unga fólksins í boði KB banka
Fylgist með dagsránni taka á sig mynd hér á www.grundarfjordur.is í sumar.
Bestu kveðjur
Hrafnhildur Jóna og FAG