Sex umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Setbergsprestakalli, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út þann 29. júlí og embættið veitist frá 1. september 2008.
Umsækjendur eru guðfræðingarnir Aðalsteinn Þorvaldsson, Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, Elína Hrund Kristjánsdóttir, Sigríður Rún Tryggvadóttir, Sigurvin Jónsson og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir.
Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Snæfellsness - og Dalaprófastsdæmis.
Frétt á vef Kirkjustofu