Krakkar úr UMFG gengu í hús þriðjudaginn 29 júlí og söfnuðu dósum fyrir félagið og var þeim allstaðar vel tekið. Má segja að sjaldan hafi verið talið eins mikið af dósum á jafn stuttum tíma og meðan söfnunin stóð, en þetta tók um klukkutíma. Þeir sem ekki voru heima og vilja losa sig við dósir geta haft samband við Unni Guðbjartsd í S:8916007.
UMFG vill nota tækifærið og þakkar öllum sem tóku þátt í undirbúningi og sjálfboðavinnu á Góðri stund og síðan dósasöfnun. Án allra sem lögðu hönd á plógin væri þetta ekki hægt.