Á góðri stund í Grundarfirði

Nú fer að líða að bæjarhátíð Grundfirðinga. Nú hefur hátíðin verið haldin í áratug og því ákvað FAG að ráðast í gerð heimasíðu góðrar stundar. Vinnsla síðunnar er á lokastigum en hún hefur samt verið formlega opnuð.   Hægt er að komast á hana með því að smella á merki hátíðarinna hér á vef Grundarfjarðarbæjar eða á slóðinni: http://agodristund.grundarfjordur.is      

Landaður afli í júní 2008

Hér má sjá landaðan afla í júní 2008 og til samanburðar landaðan afla á sama tímabili á árunum 2004-2007.

Strandganga

Hér má sjá auglýsingu um strandgöngu sem farin verður fimmtudaginn 3. júlí n.k. Þessi ganga er á vegum þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. 

Ísveisla síðasta dag fyrir sumarfrí

 N1 bauð börnunum í leikskólanum Sólvöllum í ísveislu í morgun. Eins og sést á myndunum voru börnin ánægð með ísinn. Leikskólinn fer í sumarfrí á morgun, miðvikudag og opnar aftur 6. ágúst. Fleiri myndir eru hér.      

Vegna ruslatunna.

Hafi fólk spurningar eða vandamál tengt ruslatunnum, svörtum og grænum skal hafa samband við Ingibjörgu (Bibbu)  í síma 840 5728.  

Fótbolti 3.fl kv

Grundarfjarðarvöllur í dag  kl 18:00 Snæfellsnes - HK 3.fl kvenna Ekki missa af þessum leik!

Barna og unglingamót HSH í frjálsum íþróttum

9 - 10 ára hópurinn frá UMFG Barnamót HSH fyrir 10 ára og yngri í frjálsum íþróttum var haldið í blíðskaparveðri á Lýsuhól 23 júní.  Níu  krakkar mættu frá UMFG og stóðu sig með prýði.  8 ára og yngri kepptu í 60 m hlaupi, boltakasti og langstökki en 9-10 ára kepptu auk þess í kúluvarpi, hástökki og 600 m hlaupi.  Að loknu móti var boðið upp á grillaðar pylsur og safa.  

Malbikun lokið.

Nú eru framkvæmdir við malbikun í bænum afstaðnar og ásýndin öll önnur. Alls voru um 30.000 fermetrar malbikaðir og þar af 8.600 hjá einkaaðilum.  

Sumarhátíð leikskólans

Árleg sumarhátíð leikskólans var haldin 24. júní. garðurinn var skreyttur, allir sem vildu voru málaðir og haft gaman. Í hádeginu voru pylsur grillaðar. Hér má sjá myndir frá hátíðinni. 

Vinnuskólinn í heimsókn á bæjarskrifstofunni

Unglingarnir sem starfa í vinnuskólanum komu í heimsókn á bæjarskrifstofuna í morgun. Þar var þeim afhentir stuttermabolir merktum "Landsmóti unglinga 2009" sem haldið verður í Grundarfirði á næsta ári. Þar sem sólin skín skært á krakkana í vinnunni þessa dagana þá var þeim boðið upp á svaldrykk og að sjálfsögðu voru teknar af þeim myndir.