- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
11.unglingalandsmót UMFÍ var um verslunarmannahelgina og átti HSH þar stórann hóp keppenda. Krakkarnir stóðu sig með prýði og fóru mörg þeirra á verðlaunapall. Stærstu viðurkenningu mótsins fékk HSH en það var Fyrirmyndarbikarinn og er það þriðja árið í röð sem hann kemur til okkar. Var talað um það hve vel okkar krakkar stóðu sig innann vallar sem utan, umgjörð liðsins var til fyrirmyndar og skrúðgangan hreint frábær. Nú er það svo í okkar höndum að sýna það og sanna að HSH sé fyrirmyndar héraðssamband sem stendur vel saman.
Eins og áður segir stóðu keppendur okkar sig vel og hér fyrir neðan má lesa helstu úrslit.
Í ár átti HSH í fyrsta sinn keppendur í Mótorkrossi það voru þeir Bjarki Freyr Rúnarsson sem hafnaði í 7. sæti, Jóhann Eiríksson en hann hafnaði í 9. sæti og Óskar Benediktsson sem endaði í 15. sæti. Hjólið hjá Svavari Kristmundsson bilaði rétt fyrir keppni og gat hann því ekki verið með.
HSH átti einn keppanda í Glímu Örnu Sif Dervic og hafnaði hún í 4. sæti. Við áttum keppanda í hestaíþróttum hana Hrefnu Rós Lárusdóttur en hún varð í 6. sæti í fjórgangi og 8. sæti í tölti. Sundkeppendurnir voru 3 og stóðu þær sig ágætlega en náðu ekki á verðlaunapall. Í golfi voru keppendur þrír Hildur Kjartansdóttir varð í 1. sæti, Guðni Sumarliðason í 3. sæti og Sveinn Valentínusarson í 5. sæti. Við mættum með 5 körfuboltalið og komust þau felst í verðlaunasæti strákar og stelpur 11- 12 ára voru bæði í 3. sæti, stelpur 15 – 16 ára og strákar 17-18 ára höfnuðu í 2. sæti. Fótboltakrakkarnir voru flestir hjá okkur að þessu sinni eða 10 lið. Strákar 11-12 ára voru með tvö lið og voru þau í 2. og 9. sæti, stelpur 11-12 ára voru með þrjú lið sem höfnuðu í 2., 4. og 5. sæti 2. sæti, strákar 13-14 ára voru í 1. sæti, stelpur 15-16 ára voru með tvö lið sem höfnuðu bæði í 3. sæti, strákar 17-18 ára urðu í 2.sæti. Frjálsíþróttakrakkarnir stóðu sig vel og átti Snjólfur Björnsson besta árangurinn en hann kom heim með gull í hástökki og langstökki, silfur í 100 og 800 m hlaupi, brons í spjóti og varð í 4. sæti í kúlu hann keppir í 14. ára aldursflokki. Boðhlaupssveit 11 ára stelpna var í 1. sæti og stráka í 4. sæti. Kristrún Guðnadóttir varð í 2. sæti í 600m hlaupi og Katrín Eva Hafsteinsdóttir varð í 4. sæti í kúlu. Nánari úrslit má sjá á www.hsh.is
Þetta mót var frábær skemmtun og öll umgjörð þess til fyrirmyndar. Við viljum að lokum þakka þeim fyrirtækjum sem studdu okkur fyrir þetta mót en það voru KG fiskverkun, Fiskmarkaður Íslands, Símon Sturluson, og Kaupþing.
Sjáumst á næsta móti!
HSH