Evrópa unga fólksins (EUF) veitir styrki til fjölbreyttra verkefna eins og t.d. í ungmennaskipti, frunkvöðlaverkefni, lýðræðisverkefni, sjálfboðaverkefni, þjálfun og samstarf.

Næsti umsóknarfrestur til að skila inn umsóknum er 1. september 2008. Umsóknarfrestir eru fimm sinnum á ári og er einnig hægt að sækja um styrk í áætlunina 1. nóvember á þessu ári.

Hægt er að sækja um í eftirtalda flokka:

 

Ungmennaskipti flokkur 1.1 og 3.1

Skólahópar, hópar úr félagsmiðstöðvum eða ungmannahúsum og þeir sem vinna fyrir og með ungu fólki geta myndað tengsl við sambærilega hópa í öðrum Evrópulöndum.

 

Frumkvöðlaverkefni flokkur 1.2

Ungir frumkvöðlar eru í öllum bæjarfélögum en styrkir eru veittir til verkefna sem unga fólkið kemur með hugmyndir að og skipuleggur vinnuna með aðstoð leiðbeinenda.

 

Lýðræðisverkefni flokkur 1.3

Verkefni í þessum flokki eru ætluð til þess að hvetja ungt fólk til lýðræðislegra ákvarðanatöku og til þess að þau láti sig umhverfi sitt skipta.

 

Sjálfboðaliðaþjónusta flokkur 2

Stofnanir innan sveitarfélaga geta búið til verkefni og fengið til sín sjálfboðaliða í 2 – 12 mánuði.  Verkefnin geta verið t.d. að skipuleggja sumarhátíðir, vinna við minjasöfn, vinna með fötluðum, með börnum,  í tengslum við frístundaheimili og fleira.

 

Stuðningskerfi ungmenna flokkar 4.3. og 5.1

Þjálfun, tengslamyndun og fjölbreytt samvinna í æskulýðsmálum