Þriðjudaginn 19. júlí, kl. 17:30 verður Friðarhlaupið í Grundarfirði. Fólk á öllum aldri er hvatt til að taka þátt.

Friðarhlaupið (World Harmony Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning.  Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga.  Friðarhlaupið var stofnað árið 1987 af friðarfrömuðinum Sri Chinmoy og hefur nú verið hlaupið í rúmlega 140 löndum síðustu 24 árin.

 

Talsmaður Friðarhlaupsins er nífaldur gullverðlaunahafi Ólympíuleikanna, Carl Lewis.  Meðal annarra sem stutt hafa hlaupið má nefna Nelson Mandela, Móður Teresu, Dalai lama, Mikhail Gorbachev og Muhammed Ali.

 

Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.

 

Á Íslandi verður í ár verður hlaupið hringinn í kringum landið frá 5 Júlí til 22 júlí með viðkomu í öllum bæjum og þorpum. Um 18 manna hópur íslenskra og alþjóðlegra hlaupara mun fylgja hlaupinu allan tímann, en auk þess munu, hlaupahópar, ungmennafélög, íþróttalið og almenningur slást í hópinn á hverjum stað.

Heimasíða friðarhlaupsins