- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2012 hafa verið póstlagðir og munu berast fasteignaeigendum næstu daga. Jafnframt er unnt að skoða álagningu á vefsíðunni island.is undir mínar síður og munu álagningarseðlar framvegis eingöngu verða birtir þar nema í sérstökum undantekningartilvikum.
Á bakhlið álagningarseðilsins eru álagningarákvæði 2012. Sérstaklega er bent á að gjalddögum hefur nú verið fjölgað og eru þeir tíu í stað átta áður.
Vatnsgjald er nú innheimt af Orkuveitu Reykijavíkur en undanfarin ár hefur Grundarfjarðarbær séð um innheimtuna samkvæmt samningi við Orkuveituna. Fyrirspurnum um vatnsgjald ber að beina til Orkuveitunnar í síma 516 6000 eða með tölvupósti á netfangið or@or.is.
Bent er á að fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum heimabanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út. Einnig má greiða með kreditkorti eða beingreiðslum af bankareikningum.
Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í síma 430 8500 á opnunartíma skrifstofunnar milli kl. 10 og 14. Einnig má senda fyrirspurn á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is.