- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær auglýsir eftir starfskrafti í tvö hlutastörf, annars vegar baðvörð í kvennaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar og hins vegar starfsmann í þrif við Grunnskóla Grundarfjarðar sem vinnur jafnframt sem baðvörður í kvennaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar.
Baðvörður hefur umsjón með baðvörslu í kvennaklefa íþróttahúss ásamt þrifum.
Vinnutími er frá kl. 16:00 mánudaga til fimmtudaga, frá 2 ½ til 4 klst. á dag. Starfshlutfall er 35%. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 430 8564 eða á netfangi steini@grundarfjordur.is
Starfsmaður sinnir að mestu þrifum í grunnskóla ásamt baðvörslu í kvennaklefa íþróttahúss.
Vinnutími er frá kl. 12:00-16:00 alla virka daga. Nánari upplýsingar veitir Anna Bergsdóttir, skólastjóri í síma 430 8500 eða á netfangi annberg@grundarfjordur.is
Til greina kemur að sami einstaklingur vinni bæði störfin.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).
Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2012. Ráðið er í störfin frá 3. september 2012. Umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is
Grundarfjarðarbær