Bæjarstjóri Paimpol, Jean-Yves de Chaisemartin, heimsótti Grundarfjörð í tilefni 10 ára afmælis vinasambandsins og sinfóníutónleikanna sem halndir voru hér síðastliðinn sunnudag. Í för með honum voru starfsmenn bæjarksrifstofu Paimpol ásamt Anne Smith sem er opinber listamaður franska sjóhersins. Gestirnir höfðu í nógu að snúast og á dagskránni var meðal annars heimsókn í Eldfjallasafnið þar sem Haraldur eldjfallafræðingur hitti gestina og svaraði ótal spurningum, þá var farið og bragðað á hákarli á Bjarnarhöfn ásamt ógleymanlegri hringferð um Snæfellsnesið.