Bókasafnsdagurinn 2013

  Bókasafnsdagurinn 2013   Lestur er bestur - spjaldanna á milli   Bókasafn.is, nýr vefur bókasafna á Íslandi hefur verið opnaður.  

Gjaldskrá fárra og gjaldskrá flestra

Eftirfarandi grein bitist í Jökli í dag:   Í síðasta tölublaði Jökuls var grein eftir bæjarstjórann í Snæfellsbæ þar sem hann bar saman gjaldskrár leikskóla á Snæfellsnesi. Þar var tekið ímyndað dæmi um kostnað foreldra við leikskóla í fjögur ár, fjóra tíma á dag. Gallinn við þessa framsetningu er sá að afar fáir nýta þjónustuna á þennan hátt, um 3% leikskólabarna að meðaltali á Vesturlandi. Samanburðurinn er því marklaus í allt að 97% tilvika.  

Félag eldri borgara

Félag eldri borgara í Grundarfjarðarbæ hefur starfsemi sína eftir sumarfrí með opnu húsi í Samkomuhúsinu, sunnudaginn 8. september, kl. 15:00. Spjall og kaffi. Borgarfjarðarferðin 13. september kynnt. Nýir meðlimir velkomnir. Stjórnin 

Tilnefningar til menningarverðlauna 2013

Menningar- og tómstundanefnd Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að veita viðurkenninguna Helgrindur í ár. Viðurkenningin hefur verið veitt til þeirra sem þótt hafa skara fram úr í ástundun og/eða störfum að menningarmálum í Grundarfirði.  Viðurkenningin verður veitt á Rökkurdögum sem haldnir verða dagana 7. - 14. nóvember.  

Fyrstu tónleikar fransk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar (FIFO) verða haldnir í Grundarfirði sunnudaginn 15. september.

Hljómsveitin var stofnuð í kjölfar heimsóknar Hr. Ólafs Ragnars Grímsonar til Frakklands fyrr á þessu ári. Forsetinn er verndari hljómsveitarinnar.   Tilgangur FIFO er að kynna franska og íslenska tónlist ásamt því að beina sjónum að fransk-íslenskum tengslum sem lýsa sér meðal annars í vinabæjarsambandi Grunarfjarðar og Paimpol. Þá er það einnig tilgangur hljómsveitarinnar að varpa ljósi á mikilsverða sögulega atburði sem tengja ríkin saman.   Hljómsveitin mun flytja þrjú verk og hefjast tónleikarnir klukkan 18.00 í sal Framhaldsskóla Snæfellinga. Við hvetjum Grundfirðinga til að mæta og njóta þessa einstaka listviðburðar. Enginn aðgangseyrir.

Forvarnardagurinn

Á síðasta fundi menningar- og tómstundanefndar var ákveðið að halda forvarnardag og er markmiðið að gera forvarnardaginn að árlegum viðburði. Þann 9. september næstkomandi ætlum við að halda daginn í fyrsta sinn.   Lögreglan fræðir nemendur í leik- og grunnskóla um umferðaröryggi Vís gefur nemendum endurskinsmerki  Emil Einarsson, sálfræðingur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, ræðir við nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga um einkenni kvíða og depurðar Emil Einarsson flytur fræðsluerindi um kvíða. Erindið hefst kl 20.00 í Bæringsstofu. Það er Kvenfélagið Gleym mér ei sem býður bæjarbúum upp á erindið Við vonum að sem flestir bæjarbúar njóti þeirrar fræðslu sem í boði verður á þessum fyrsta forvarnardegi okkar.    

Nýr útivistartími barna og unglinga

1. september síðastliðinn tók gildi nýr útivistartími fyrir börn og unglinga eftir lengri útivistartíma í sumar.   Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum.   Börn, 13 til 16 ára, skulu að sama skapi ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.   Aldurstakmörkin miðast við fæðingarár.   Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn  sýni samstöðu og  gæti þess að börn þeirra virði útivistartímann.  

Rauði kross Íslands Grundarfjarðardeild

Vinna við verkefnið „Föt sem framlag“ ungbarnapakkana 0 – 12 mánaða, til Hvíta- Rússlands heldur áfram fimmtudaginn 05.09.2013. kl 13:00, í salnum við bókasafnið á Borgarbraut.   Allir velkomnir að kíkja til okkar eða leggja hönd á plóg við þetta verkefni.      Okkur vantar sérstaklega efni í teppi, (gamla náttsloppa, stórar fleece peysur) eða annað sem breyta má, falleg sængurver og handklæði. Einnig eru vel þeginn öll föt á ungbörn, samfellur, peysur, húfur, buxur, þykka sokka.   Munið eftir verkefni Rauðakrossins „Föt sem framlag“  þegar hafist verður handa við vorhreingerningarnar, koma má með efnin/fötin á fimmtudaginn eða á Markaðinn til Steinunnar sem mun veita þeim viðtöku.    

Aðalfundur

Aðalfundur Dvalarheimilisins Fellaskjóls vegna ársins 2012 verður haldinn að Fellaskjóli 10. september nk. og hefst kl.20.30. í kaffistofu heimilisins.   Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Aðildarfélög eru hvött til að senda fulltrúa á fundinn, allir velkomnir.   Grundarfirði 2.sept. 2013 Stjórnin.    

Fjölbrautaskóli Snæfellinga boðar til foreldrafundar

Foreldrafundur verður haldinn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga þriðjudaginn 3. september kl. 20:00 – 21:30. Fundurinn er haldinn í húsnæði Fjölbrautaskólans og verður sendur í fjarfundi til framhaldssdeildar á Patreksfirði.