Vinabæjarheimsókn

Bæjarstjóri Paimpol, Jean-Yves de Chaisemartin,  heimsótti Grundarfjörð í tilefni 10 ára afmælis vinasambandsins og sinfóníutónleikanna sem halndir voru hér síðastliðinn sunnudag. Í för með honum voru starfsmenn bæjarksrifstofu Paimpol ásamt Anne Smith sem er opinber listamaður franska sjóhersins. Gestirnir höfðu í nógu að snúast og á dagskránni var meðal annars heimsókn í Eldfjallasafnið þar sem Haraldur eldjfallafræðingur hitti gestina og svaraði ótal spurningum, þá var farið og bragðað á hákarli á Bjarnarhöfn ásamt ógleymanlegri hringferð um Snæfellsnesið.  

Franskt götuheiti Hrannarstígs

Eins og íbúar hafa kannski tekið eftir þá hefur Hrannarstígur nú fengið franskt undirheiti og ber nú einnig nafnið Rue de Paimpol. Þetta er gert sem virðingarvottur við vinabæ okkar í Paimpol en þess má geta að þar er gata sem ber undirheitið Rue des Islandais Grundarfjörður.  

Sinfóníutónleikar

Fransk- íslenska vinahljómsveitin (FIFO) hélt sína allra fyrstu tónleika sunnudaginn 15. september í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Tónleikarnir tókust með eindæmum vel og það var ekki að sjá að þessir hljófæraleikarar hefðu fyrst komið saman tveimur dögum áður. Stórkostlegir tónar runnu frá hljómsveitinni. Á efnisskrá voru fjölbreytt verk, meðal annars eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Albert Roussel. Fjöldi fólks kom og naut þessa viðburðar og var tónleikagestum boðið í léttar veitingar að tónleikum loknum. Grundarfjarðarbær vill koma á fram þakklæti til allra sem lögðu hönd á plóg og gerðu þennan einstaka menningarviðburð að veruleika. 

Atvinna - Heimaþjónusta aldraðra - Liðveisla ungmenna

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í tímabundna heimaþjónustu í Grundarfirði. Um er að ræða afleysingar til og með 1. nóvember n.k. þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi.   Liðveisla ungmenna Einnig auglýsum við eftir umsóknum um starf í liðveislu fatlaðra ungmenna í Grundarfirði. Afar hentugt með skóla eða sem aukavinna.  

Heimsókn frá Paimpol

Dagana 14.-16. september fáum við í heimsókn gesti frá vinabæ okkar Paimpol í Frakklandi. Í för er m.a. bæjarstjórinn Jean-Yves de Chaisemartin. Það er okkur mikil ánægja að taka á móti þessum góðu gestum en tilgangur heimsóknarinnar að efla enn frekar tengsl Grundarfjarðar og Paimpol.  

Stórtónleikar í Grundarfirði

Sunnudaginn 15. september kl. 18:00 býður Grundarfjarðarbær til sérstakra fortónleika frönsk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.   Fransk-íslenska sinfóníuhljómsveitin (FIFO) er skipuð hljóðfæraleikurum úr Kammersveit Reykjavíkur og úr alþjóðlegri fílharmónúsveit UNESCO í parís, undir leiðsögn hljómsveitarstjórans Amine Kouider sem er friðarlistamaður UNESCO.   Á efnisskránni eru verk eftir tónskáldin Albert Roussel, Þorkel Sigurbjörnsson og Piotr Ilitch Tchaikovsky. Einleikari er Martial Nardeau, flautuleikari.   Verndari tónleikanna er forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson.  

Bókasafn Grundarfjarðar

Opið 16. - 19.  september 2013 á Borgarbraut 16: mánudaga - fimmtudaga kl. 15:00-18:00.  Auglýst nánar þegar nær dregur. Fylgist með á Facebook og viðburðadagatalinu. Sjá myndir frá undirbúningi flutnings  

Laus störf í heimaþjónustu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfskrafti til að annast heimilishjálp í Grundarfjarðarbæ. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, vinnutími eftir samkomulagi. Gerð er krafa um lágmarkskunnáttu í íslensku talmáli. Laun greidd skv. samningum SDS.  

Wolna posada - pomoc

Biuro usług do spraw socjalnych i szkolnictwa poszukuje osób chętnych do udzielania usług w pracach domowych w miejscowości Grundarfjörður Konieczne jest natychmiastowe rozpoczęcie pracy. Godziny pracy do uzgodnienia. Wymagana minimalna znajomość języka islandzkiego. Wynagrodzenie zgodne z umowami  SDS.

Græna tunnan tæmd í dag

Vegna slæmrar veðurspár á morgun verður græna tunnan tekin í dag mánudaginn 9. september.