- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Hittumst og kynnumst Paimpol
Í Sögumiðstöðinni 13. nóvember frá kl 16.00 – 18.00 munu gestir okkar frá Paimpol kynna bæinn sinn. Paimpol er nefnilega ekki bara franskt þorp sem tengdist okkur í gamla daga heldur er bærinn frábær sumaráfangastaður. Hér er kjörið tækifæri fyrir Grundfirðinga að kynna sér Paimpol, fólkið og möguleikana. Það verður heitt á könnunni og gott meðlæti.
Franskir sjómenn við Íslandsstrendur
Sýningin Franskir sjómenn við Íslandsstrendur verður opnuð í Markaðnum við Nesveg miðvikudaginn 13. nóvember kl 20.00. Hjónin Halldór Björnsson og María Óskarsdóttir frá Patreksfirði hafa kynnt sér sögur af samskiptum franskra sjómanna við Íslendinga. Sögunum söfnuðu þau saman og gáfu út fallega bók. María heldur erindi um franska sjómenn með áherslu á sögur frá Grundarfirði. Allir velkomnir.