Bókasafnið og franskir sjómenn á Íslandsmiðum

Fræðist um líf og aðbúnað franskra sjómanna á Íslandsmiðum á liðnum öldum í tilefni af heimsókn gesta frá Paimpol um Rökkurdagana. Samantekt bókasafnsins í Grundarfirði.

Jól í skókassa

Verkefnið Jól í skókassa hefur staðið yfir undanfarið. Börn í yngstu bekkjum grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt og skiluðu frá sér 15 jólapökkunum 1. nóvember. Af því tilefni var boðið upp á súkkulaði og smákökur sem gladdi góða gefendur. Þá komu margir í Safnaðarheimilinu 5. nóvember og bættu við fjölda pakka. Ragnar og Ásgeir hafa séð um flutning á pökkunum til Reykjavíkur endurgjaldslaust undanfarin ár.Öllum sem komu að þessu verkefni er þakkað fyrir framlag sitt. Fleiri myndir frá Grunnskólanum eru inná myndasafni á heimasíðu skólans "grundo.is" .  

Ostaskólinn

Ekki láta þennan skemmtilega viðburð fram hjá þér fara.   Á morgun fimmtudag ætlar Eirný sem rekur sérvöruverslunina Búrið í Nóatúni ætlar að koma til okkar með ostaskólann sinn. Hér er um að ræða skemmtilega ostafræðslu þar semgómsætir ostar og meðlæti samsvara heilli máltíð. Að auki býður hún upp á frönsk vín, það er vanalega ekki í boði hjá henni þannig að við erum að fá þetta á mjög góðum kjörum. Hvet fólk til að mæta og njóta góðra veitinga og skemmtilegrar fræðslu í Samkomuhúsi Grundfirðinga kl 19.30, 7. nóv.   Skólinn kostar 4.900 og skráning fer fram í netfanginu alda@grundarfjordur.is  

Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum

Menningarfulltrúi Vesturlands verður með viðveru og kynningu í Sögumiðstöðinni föstudaginn 8. nóvember frá kl 16.00 - 17.00  Nánari upplýsingar er að finna hér.  

Aðalfundur Grundapol

Aðalfundur Grundapol á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 5. nóvember 2013 í Sögumiðstöðinni kl.20:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ný stjórn kosin. 3. Gestir frá Paimpol 12. – 16. nóvember. 4. Erindi um heimsókn til Paimpol í mars 2013. 5. Alda Hlín, menningar- og markaðsfulltrúi, skýrir hlutverk sitt gagnvart vinabæjarsamskiptum. 6. Önnur mál. Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.  

Bókasafn Grundarfjarðar

Bókasafn Grundarfjarðar er flutt í Sögumiðstöðina.   Útlán, heimilda- og upplýsingaþjónusta. Dagblöð og erlend tímarit hafa bæst við og áskriftum að íslenskum tímaritum fjölgað. Þægileg setustofa frá 7. áratugnum. Heitt á könnunni og þráðlaust Internet (WiFi). Öllum er velkomið að koma og nýta sér safnkostinn, barnadeildina og kíkja á sýningarnar án þess að vera skráðir notendur bókasafnsins.   Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 14:00-18:00   Myndir frá flutningunum    

Ostaskólinn á Rökkurdögum

Um árabil hefur sérvöruverslunin Búrið í Nóatúni rekið ostaskóla við gífurlegar vinsældir. Nú ætlar ostaskólinn í fyrsta sinn að leggja land undir fót og heimsækja okkur íbúa Grundarfjarðar. Sælkerinn Eirný Sigurðardóttir mun leiða okkur inn í heim ostanna af sinni alkunnu snilld. Hún mun einnig fræða okkur um vín og samspil þessara tveggja afurða á bragðlaukanna. Þemað er Frakkland og því eingöngu franskir ostar og vín á boðstólum. Nemendur fá að smakka á allmörgum tegundum osta og má segja að námskeiðið jafngildi heilli máltíð. Skráning fer fram á bæjarskrifstofunni eða á netfangið alda@grundarfjordur.is Rétt er að taka það fram að takmarkaður fjöldi kemst að í þessum skemmtilega skóla og því um að gera að skrá sig sem fyrst. Skólagjaldið er 4.900 krónur. Fimmtudagur 7. nóvember kl 19.30 í Samkomuhúsi.     

Jól í skókassa

„Jól í skókassa“ felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Allar gjafirnar fara til barna í Úkraníu.   Móttaka á skókössum 2013 verður Í Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju   Þriðjudaginn 5. nóvember frá kl. 16:00 – 18:00  

Bæjarstjórnarfundur

163. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu fimmtudaginn 31. október 2013, kl. 16:30.   Dagskrá fundarins: 

Rökkurdagar 2013

Nú er sá árstími að renna upp þar sem Grundfirðingar fagna Rökkurdögum. Að þessu sinni nær dagskráin frá 6. – 14. nóvember. Rökkurdagar í ár verða með nokkuð hefðbundnu móti en þó er eitthvað um nýjungar í dagskránni. Í ár var sú ákvörðun tekin af hafa Rökkurdagana með frönsku þema, það var ákveðið í kjölfar tónleika fransk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar í september. Dagskráin er sniðin með það í huga að allir bæjarbúar finni eitthvað við sitt hæfi. Sem dæmi um áhugaverða atburði má nefna eftirfarandi dagskrárliði: Harmonikkuball, Góa og baunagrasið og Friðrik Dór. Í ár sem fyrri ár hvetjum við bæjarbúa til að láta loga á útikertum á kvöldin yfir hátíðina.