Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008. Námið er samstarfsverkefni Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans. Hverjum námsþætti lýkur með skriflegu prófi.