Hundahreinsun

Dýralæknirinn verður í áhaldahúsinu miðvikudaginn 5. febrúar næstkomandi kl. 12:30-16:00.  Öllum hundeigendum er skylt að mæta með hunda sína.   

Leikskólinn Sólvellir auglýsir eftir leikskólakennara í 100% stöðu

Leikskólinn Sólvellir er tveggja deilda leikskóli með um 60 nemendur. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldisfræði. Einkunnarorð leikskólans eru: vinátta – virðing – velvild.   Nánari upplýsingar hér.  

Bæjarstjórnarfundur

166. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 23. janúar 2014, kl. 16:30. 

Grundfirðingar fæddir á árinu 2013

Í ár sem fyrri ár var foreldrum nýbura í Grundarfirði boðið í samverustund þar sem bærinn gefur Grundfirðingum fæddum á árinu sem var að líða veglegar gjafir. Árið 2013 fæddust þrettán Grundfirðingar. Mætingin í samverustundina var góð en þó komust ekki allir. Samverustundin er skipulöggð samkvæmt fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Gjafirnar eru undirbúnar í samstarfi við heilsugæsluna og leikskólann.  Hver gjöf inniheldur meðal annars pollagalla, fatnað og bók.   Fleiri myndir má sjá hér.

Lífshlaupið 2014

  Grundarfjarðarbær hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að skrá sig og taka þátt í Lífshlaupinu.     Nánari upplýsingar er að finna á lifshlaupid.is 

Að læra á Gegni

Allir þurfa að kunna á bókasafnskerfið Gegni. Prófið að skoða lista yfir bækur Bókasafns Grundarfjarðar frá 2013: LISTI 2013. Í hægra horni efst er Hjálpin.                                                                 Myndir frá barnadeildinni         Foreldrar. Það er hollt og gott að lesa fyrir börnin sín. Margar nýjar bækur inni. Fyrstur kemur, fyrstur fær.  

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2014

Grundarfjarðarbær efnir á ný til ljósmyndasamkeppni árið 2014. Þetta er í fimmta sinn sem bærinn blæs til ljósmyndasamkeppni og hefur þótt takast vel til. Á þennan hátt hefur bærinn fengið nýjar myndir til birtingar og þátttakendur sínar myndir birtar.   Myndefni samkeppninnar í ár er Fólk að störfum. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka. Samkeppnin stendur til 30. september 2014 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.   Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru 50.000 kr., önnur verðlaun 30.000 kr. og þriðju verðlaun 20.000 kr.  

Íbúð fyrir eldri borgara

Íbúð fyrir eldri borgara á Hrannarstíg 30 í Grundarfirði er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 10% hlutareign. Íbúðin er þriggja herbergja, 80m2 auk 23m2 bílskúrs, alls 103m2. Nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni í síma 430 8500 og einnig á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.   Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2014.   Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara   Umsóknareyðublað  

Heimsending matar

Í samstarfi við Fellaskjól stendur eldri borgurum í Grundarfjarðarbæ til boða að fá heimsendan mat í hádeginu alla virka daga. Hver skammtur kostar 750 kr. Aðeins er í boði mánaðaráskrift.   Skráning og nánari upplýsingar fást á Fellaskjóli í síma 438 6677.    

Smáskipanám

Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008. Námið er samstarfsverkefni Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi og  Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans. Hverjum námsþætti lýkur með skriflegu prófi.