- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skráning er nú í fullum gangi í fiskiréttakeppnina sem haldin verður að þessu sinni í fiskvinnslu Soffanías Cecilssonar Hf. Hrefna Rósa Sætran mun dæma í keppninni í ár en verðlaunin eru ekki af slakari endanum. Sigurvegarar í keppninni fá í verðlaun gjafabréf, út að borða fyrir tvo í smakkréttamatseðil á Fiskmarkaðinn. Hægt er að skipta smakkmatseðlinum út fyrir annað ef fleiri en tveir eru í vinningsliðinu. Þátttakendur geta skráð sig með því að hafa samband við Dögg Mósesdóttur í síma 7700577, á facebook eða með tölvupósti á info@northernwavefestival.com.
Í ár verður í fyrsta sinn rukkað um aðgangseyri sem hefur verið haldið í algjöru lágmarki, 2.500 kr fyrir armband með aðgang að allri hátíðinni. Við vonum að sem flestir vilji styðja hátíðina í verki með þessum hætti. Hægt verður að kaupa armböndin í kaffisölunni í Samkomuhúsinu. Allir Grundfirðingar eru velkomnir í Fiskiveisluna og á bíósýningar og þurfa ekki að kaupa armbönd til þess, frekar en þeir kjósa. Þeir sem taka þátt í Fiskiréttakeppninni og leikstjórar/fulltrúar mynda fá að sjálfsögðu armbönd, þeim að kostnaðarlausu.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á hátíðinni um næstu helgi.