Tónleikum Tónlistarskóla Grundarfjarðar sem vera áttu í samkomuhúsinu í kvöld er frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs og slæms veðurútlits. Til stóð að flytja verðmætan tækjabúnað og hljóðfærakost skólans á milli húsa um og eftir hádegið til að stilla upp og gera klárt fyrir rennsli sem hefjast átti kl.16 í dag. Ekki þykir ráðlegt að taka slíka áhættu þar sem tækin, búnaðurinn og hljóðfærin eru mjög viðkvæm fyrir raka og bleytu. Okkur þykir þetta miður þar sem nemendur hafa lagt mikinn tíma í undirbúning vegna þessa en við munum halda tónleikana síðar og flytja þessa dagskrá við fyrsta tækifæri.

 

Skólastjóri