Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði föstudaginn 11. október  n.k   Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar,  í síma 432 1350    

Við minnum á Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2013

Frestur til að senda inn myndir í ljósmyndasamkeppnina rennur út 30. september n.k. Sjá nánar um keppnina hér.   

Kirkjuskólinn fellur niður í dag

Kirkjuskólinn fellur niður í dag 25. september vegna veikinda.  

Umsóknir um styrki árið 2014

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2014. Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2014 sendi beiðni þess efnis á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til föstudagsins 11. október 2013.    

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður í Grundarfirði við Samkaup-Úrval í dag 25. september frá kl.10-13. Allir velkomnir - Blóðgjöf er lífgjöf  

Influensubóluefnið komið

Sprautað verður í hádeginu kl. 12–13. í þessari viku, 23. – 27.sept. 2013 Tímapantanir á heilsugæslustöðinni í síma 432 1350    

Íslenska Gámafélagið

Íslenska Gámafélagið auglýsir eftir hressum krökkum til að aðstoða við að taka rusl á þriðjudögum eftir skóla. Upplýsingar gefur Ólafur Ingi í síma 840-5727.  

Vinabæjarsamskiptin fá skemmtilega umfjöllun á Vísi og í Fréttablaðinu.

Hér má sjá frétt sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísir um vinabæjarheimókn frá Paimpol.   Alda Hlín Menningarfulltrúi   Smellið á myndina til að lesa fréttina.      

Viðbragðsáætlun vegna Kolgrafafjarðar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að gera viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í Kolgrafafirði. Síðasta vetur drápust um 52 þúsund tonn af síld í firðinum. Viðbragðsáætlunin snýst um að takmarka það tjón sem hlýst ef sagan frá því í fyrra endurtekur sig.   Sjá umfjöllun á vef RÚV. Hlusta á umfjöllun í Speglinum.

Breytingar á heimasíðu

Þessa dagana er unnið að breytingum á heimasíðu sveitarfélagsins. Útilitið mun verða það sama að mestu en aðgangur að upplýsingum um starfsemi og þjónustu Grundarfjarðarbæjar á að verða betri. Við biðjum notendur síðunnar að sýna okkur þolinmæði á meðan unnið er að lagfæringum.