Bæjarstjórnarfundur

173. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 15. maí 2014, kl. 16:30 í nýju húsnæði bæjarskrifstofunnar á Borgarbraut 16.   Dagskrá fundarins: 

Götusópur

Eins og fram kom hér á vefnum fyrir nokkru síðan var búið að panta götusóp til að hreinsa götur bæjarins. Ekki vildi betur til en svo að um leið og búið var að auglýsa komu göusópsins byrjaði að snjóa og ekkert varð af hreinsun í það skipti. Þar með var ekki öll sagan sögð því í kjölfarið bilaði bíllinn sem átti að nýta í verkið.   Nú lítur út fyrir að viðgerð á bílnum sé að ljúka og verða götur hreinsaðar næstu daga. Nánari upplýsingar um tímasetningu verða settar hér á vefinn þegar þær liggja fyrir.

Tveir listar í kjöri

Þegar frestur til að skila framboðum til sveitarstjórnarkosninganna í lok mánaðarins rann út á hádegi á laugardag var ljóst að tveir listar verða í kjöri. Listarnir eru annars vegar D listi Sjálfstæðisfélagsins í Grundarfirði og óháðra og hins vegar L listi Samstöðu Bæjarmálafélags.   Listana skipa:  

Lúðrasveit Grundarfjarðar hlaut verðlaun á Landsmóti A-lúðrasveita

  Dagana 2. til 4. maí síðastliðinn sótti Lúðrasveit Tónlistaskóla Grundarfjarðar  landsmót Sambands Íslenskra Skólalúðrasveita (SÍSL) í Grindavík. Landsmót lúðrasveita hefur verið haldið í 45 ár en fyrsta landsmótið var á Seltjarnarnesi árið 1969.  SÍSL hélt utan um mótið ásamt heimamönnum í Grindavík en allar lúðrasveitir landsins eru aðliar að SÍSL.  Lúðrasveitum er skipt upp eftir aldri og getu því og var þetta mót fyrir yngsta aldursflokkinn, svokallaðar A-sveitir.   Þær eru skipaðar börnum á aldrinum 8 til 12 ára. 

Breyttur opnunartími sundlaugar

Gleðifréttir af sundlaugaropnunFrá og með mánudeginum 12. maí bætist eftirmiðdagsopnun við opnunartíma laugarinnar. Laugin er því opin virka daga sem hér segir:Mánudagur: 07:00 - 08:00 og 16:00 - 21:00Þriðjudagur: 07:00 - 08:00 og 16:00 - 21:00Miðvikudagur: 07:00 - 09.30 og 16:00 - 21:00Fimmtudagur: 07:00 - 08.30 og 16:00 - 21:00Föstudagur: 07:00 - 08.30 og 16:00 - 21:00Sumaropnun tekur gildi föstudaginn 23. maí.Þá eru opnunartímar eftirfarandi: 07:00 - 21:00 alla virka daga og frá 10:00-18:00 um helgar og frídaga.  

Bæjarstjórnarkosningar 2014

Bæjarstjórnarkosningar í Grundarfirði fara fram laugardaginn 31. maí 2014. Frestur til að skila framboðslistum til kjörstjórnar er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014.   Kjörstjórn tekur á móti framboðslistum í nýju húsnæði bæjarskrifstofunnar á Borgarbraut 16, kl. 10-12 þann dag.  

Frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

Skólaslit og vortónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar verða í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga miðvikudaginn 14. maí kl.18.   Vonumst til að sjá sem flesta.  

Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar

Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar verður haldinn í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju 13. maí 2014 kl: 20:00.   Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf.    

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Innritun fyrir skólaárið 2014-2015 fer fram dagana 05. - 23.maí 2014.   Nemendur tónlistarskólans og grunnskólans hafa nú þegar fengið afhent umsóknareyðublöð en einnig má nálgast eyðublöðin í tónlistarskólanum og hjá ritara grunnskólans.  

Opnunartími sundlaugar Grundarfjarðar

Vor opnunartími sundlaugar Grundarfjarðar er sem hér segir:   Mánudagur  07-08 Þriðjudagur 07-08 Miðvikudagur 07-09.30 Fimmtudagur 07-08.30 Föstudagur 07-08.30   Lokað um helgar og aðra frídaga.   Sumaropnun er klukkan 07. föstudaginn 23. maí. Opnunartími í sumar eru 07:00-21:00 alla virka daga og frá 10:00-17:00 um helgar og frídaga.