Skólastefna Grundarfjarðarbæjar var samþykkt í lok apríl og hefur henni verið dreift á öll heimili í sveitarfélaginu. Setning skólastefnu er mikilvægur áfangi í skólamálum en hún er sá grunnur sem skólarnir byggja starfsemi sína á.
Vinna við undirbúning að mótun heildstæðrar skólastefnu fyrir Grundarfjarðarbæ hófst af fullum krafti í september 2013. Gunnar Kristjánsson fyrrverandi skólastjóri, var ráðinn til að verkstýra ferlinu og kosin var stýrihópur af Bæjarstjórn.
Skólastefna Grundarfjarðarbæjar