Bæjarstjórnarfundur

165. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu þriðjudaginn 17. desember 2013, kl. 16:30.   Dagskrá:  

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði föstudaginn 3. janúar  n.k.   Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350  

Kirkjufell fær stórkostlega athygli

Bæjarfjallið okkar, Kirkjufell, fær stórkostlega athygli á hinum stóra netmiðli Huffington Post í Bandaríkjunum.  Þeir birta myndir eftir ýmsa ljósmyndara og lýsa svæðinu sem draumalandi. Sjá umfjöllun hér.  

Tónleikar tónlistarskólans

Tónlistarskóli Grundarfjarðar hélt sína árlegu jólatónleika í gær. Nemendur skólans spiluðu og sungu úrval jólalaga. Tónleikarnir voru mjög hátíðlegir og stóðu nemendur sig vel í flutningi sínum. Fleiri myndir frá tónleikunum eru á Facebooksíðu bæjarins.      

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Jólatónleikar tónlistarskóla Grundarfjarðar verða haldnir í sal FSN á fimmtudaginn 12. desember kl. 18:00. Hlökkum til að sjá ykkur.   Ýtið á mynd til að stækka    

Spennandi atvinnutækifæri

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í heimaþjónustu í Grundarfirði   ·       Um er að ræða ýmist heil eða hálf stöðugildi félagsliða í heimaþjónustu sveitarfélaganna. ·       Heilsársstörf; daglegur vinnutími 9 – 17 eða 8-16 ·       Góð starfsaðstaða- aðbúnaður og kjör í boði ·       Upphaf starfs er 3. jan 2014 ·       Laun skv. kjarasamningi sveitarfélaganna og SDS   Umsóknir er tilgreina menntun og fyrri störf ásamt sakavottorði berist skrifstofu FSS, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ eða á netföngin berghildur@fssf.is    Upplýsingar veitir Berghildur á skrifstofutíma, í tölvupósti ellegar í síma 430 7800   Umsóknarfrestur er til 20. desember   Forstöðumaður  

Bókasafnið í Sögumiðstöðinni

Við bjóðum uppá kaffi, jólate og auðvitað piparkökur alla jólaföstuna. Bókakynningar verða á bókasafninu alla opnunardaga um fimmleytið. Fimmtudaginn 5. des. skoðum við barnabækurnar og föndrum og heklum kl. 16-18. Fylgist með á Facebook og Geymið Jökul bæjarblað.      

Fyrsti í aðventu

Fyrsti sunnudagur í aðventu var haldinn hátíðlegur í Grundarfirði um liðna helgi. Dagurinn hófst á guðsþjónustu í Grundarfjarðarkirkju. Kvenfélagið, Gelym mér ei, hélt sinn árlega jólamarkað og fjölskyldudag í samkomuhúsinu. Þar var einnig tilkynnt um íþróttamann ársins 2013. Í ár voru fjórir íþróttamenn tilnefndir: Aldís Ásgeirsdóttir fyrir blak, Hermann Geir Þórsson fyrir golf, Ragnar Smári Guðmundsson fyrir fótbolta og Unnsteinn Guðmundsson fyrir skotfimi. Ragnar Smári Guðmundsson hlaut titilinn íþróttamaður ársins 2013.   Kl. 16:00 var boðið til veislu í Fellaskjóli, en dvalarheimilið fagnaði 25 ára afmæli 1. desember. Það var margt um manninn og hátt í 200 manns komu til að hlýða á hátíðardagskrá og gæða sér á veitingum.   Samkvæmt hefðinni var tendrað á jólatrénu kl. 18:00. Skógræktarfélag Eyrarsveitar gefur tréð en það er tekið úr skógarreit ofan við bæinn. Bæjarbúar létu rigningu og rok ekki á sig fá og voru fjölmargir mættir til að syngja og ganga í kringum jólatréð undir forsöng kirkjukórs Grundarfjarðarkirkju.   Dagurinn var svo kórónaður með algjörlega frábærum tónleikum Stórsveitar Snæfellsness. Flutt var glæsileg dagskrá þar sem karlakórinn Kári kom fram ásamt fjölda einsöngvara. Umgjörð tónleikanna var hin glæsilegasta og gestir á einu máli um að þarna hefði stórkostlegur menningarviðburður átt sér stað.   Við höldum með gott veganesti inn í aðventuna sem er annatími hjá mörgum. Við skulum muna að jólin eru tími ljóss og friðar, gleði og samveru. Njótum aðventunnar með kærleika og þakklæti í huga.   Alda Hlín Karlsdóttir Menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar  

Kótilettukvöld UMFG 4. desember

UMFG heldur kótilettukvöld á morgun miðvikudag í samkomuhúsi Grundarfjarðar. Húsið opnar kl 19.00 og matur hefst um það bil hálftíma síðar. Skráning hjá Freydísi í netfangið freydis@fsn.is , 824-0066 eða á facebook. Nánari upplýsingar hér.

Fellaskjól - Það var sannkölluð hátíð í bæ

                                    Þegar hátt í 200 manns heimsóttu Fellaskjól á 25 ára afmælisdeginum. Kærar þakkir, vinir og velunnarar fyrir að gefa ykkur tíma í dagsins önn til að gleðjast með okkur á þessum tímamótum. Markið hefur ætíð verið sett hátt og vandað til verka við að halda heimilinu OKKAR allra í hópi þeirra glæsilegustu í landinu.