Þegar frestur til að skila framboðum til sveitarstjórnarkosninganna í lok mánaðarins rann út á hádegi á laugardag var ljóst að tveir listar verða í kjöri.

Listarnir eru annars vegar D listi Sjálfstæðisfélagsins í Grundarfirði og óháðra og hins vegar L listi Samstöðu Bæjarmálafélags.

Listana skipa:

D listinn: Sjálfstæðisfélgið í Grundarfirði og óháðir

1. Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri

2. Jósef Ó. Kjartansson, vélfræðingur

3. Bjarni Georg Einarsson, flokkstjóri í steypuskála

4. Sigríður Guðbjörg Arnardóttir, deildarstjóri í FSN

5. Þórður Á. Magnússon, framkvæmdastjóri

6. Hólmfríður Hildimundardóttir, verkstjóri

7. Unnur Þóra Sigurðardóttir ,  í fæðingarorlofi

8. Valdís Ásgeirsdóttir, veiðieftirlitsmaður

9. Runólfur Guðmundsson, fyrrverandi skipstjóri

10. Runólfur Jóhann Kristjánsson, stýrimaður

11. Unnur Birna Þórhallsdóttir, grunnskólakennari

12. Ágústa Ósk Guðnadóttir, starfsm. Í heimaþjónustu

13. Hrólfur Hraundal, vélvirki

14. Þórey Jónsdóttir,  skrifstofustjóri

L listinn: Samstaða Bæjarmálafélag

1. Eyþór Garðarsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs

2. Berghildur Pálmadóttir, ráðgjafi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

3. Hinrik Konráðsson, fangavörður

4. Elsa Björnsdóttir, ferðamálafræðingur

5. Gunnar Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri

6. Sævör Þorvarðardóttir, fangavörður

7. Þorbjörg Guðmundsdóttir, kennari

8. Ólafur Tryggvason, umsjónarmaður fasteigna hjá FSN

9. Guðrún Jóna Jósepsdóttir, fjármálastjóri FSN

10. Bjarni Jónasson, vélstjóri

11. Sólrún Guðjónsdóttir, framhaldsskólakennari

12. Helena María Jónsdóttir, afgreiðslumaður í Lyfju

13. Vignir Maríasson, vinnuvélastjóri

14. Una Ýr Jörundsdóttir, framhaldsskólakennari