Viðskipti við tengda aðila árið 2013

Á árinu 2013 keypti Grundarfjarðarbær vörur eða þjónustu af fyrirtækjum sem tengjast bæjarfulltrúum. Það er mikilvægt að upplýsingar um þessi viðskipti liggi ljósar fyrir og Grundarfjarðarbær vill vera í fararbroddi þeirra sveitarfélaga sem hafa opna stjórnsýslu að leiðarljósi.   Hér að neðan er listi yfir fyrirtækin sem um ræðir og heildarviðskipti á árinu 2013:    Fyrirtæki Viðskipti alls kr. Djúpiklettur ehf. 137.205 Guðmundur Runólfsson hf. 906.226 Kamski ehf. (Hótel Framnes) 1.205.077 KB bílaverkstæði ehf. 493.796 Líkamsræktin ehf. 169.400 Ragnar og Ásgeir ehf. 627.670 Samtals 3.539.374  

Laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa árið 2013

Grundarfjarðarbær leggur áherslu á gagnsæja stjórnsýslu og gott upplýsingastreymi til íbúa. Með það að markmiði er ráðningarsamningur bæjarstjóra birtur á vefsíðu bæjarins sem og upplýsingar um laun og launakjör bæjarfulltrúa og launakostnaður vegna nefnda.   Í meðfylgjandi töflu eru sundurliðuð laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa vegna ársins 2013 og launakostnaður vegna nefnda. Einnig er tafla yfir launakjör bæjarfulltrúa.   Laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa árið 2013 Launakjör bæjarfulltrúa Ráðningarsamningur bæjarstjóra

Bingó

9. bekkur grunnskóla Grundarfjarðar er að safna fyrir útskriftarferð sem farin verður í haust. Bingóið verður haldið í grunnskólanum kl.17. þann 20. mars. 500 kr. spjaldið, veitingasala á staðnum. Fullt af veglegum vinningum frá fyrirtækjum á Snæfellsnesi og auðvitað eru allir velkomnir   Höfum gaman saman 9. bekkur grunnskólan Grundarfjarðar.      

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta verður í  Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 23. mars kl.11:00.  

Fulltrúar í ungmennaráð

Grundarfjarðarbær óskar eftir fulltrúum til tilnefningar í ungmennaráð.   Í ungmennaráði eiga sæti fimm fulltrúar á aldrinum 15-21 árs, sem íþrótta- og æskulýðsnefnd tilnefnir og bæjarstjórn staðfestir skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga, og samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar.   Nefndarmenn fá greidda þóknun fyrir fundarsetu með sama hætti og fulltrúar í öðrum nefndum Grundarfjarðarbæjar.   Áhugasamir gefa haft samband við menningar- og markaðsfulltrúa í síma 895-7110 eða sent póst á alda@grundarfjordur.is

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði föstudaginn 28. mars  n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350  

Haförninn í hundrað ár - fræðsluerindi í Grundarfirði

Þriðjudagskvöldið 18. mars mun Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, halda fræðsluerindi um haförninn. Erindið hefst kl. 20.00 í Sögumiðstöðinni.   Nánari upplýsingar hér.  

Umsjónarmaður fasteigna

Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna hjá Grundarfjarðarbæ.   Helstu verkefni eru alhliða umsjón og eftirlit með húseignum bæjarins, samskipti og þjónusta við notendur húsnæðis og eftirlit með útgjöldum. Starfsmaður hefur aðstöðu í áhaldahúsi og starfar náið með forstöðumönnum stofnana. Næsti yfirmaður er skipulags- og byggingarfulltrúi.   Hæfniskröfur: -         Góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði og útsjónarsemi -         Geta til að vinna sjálfstætt og takast á við fjölbreytt verkefni -         Menntun sem nýtist í starfi, iðnmenntun er æskileg -         Reynsla af rekstri, áætlanagerð og stjórnun er æskileg -         Rík þjónustulund, áhugi og metnaður -         Hæfni í mannlegum samskiptum  

Auglýsing um rekstur á Kaffi Emil sumarið 2014

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að bjóða í rekstur Kaffi Emils á Grundargötu 35 (Sögumiðstöð).   Um er að ræða rekstur veitingastaðar með einfaldar veitingar þar sem aðaláhersla er lögð á kaffiveitingar.    Samningstíminn er frá 15. maí til 15. september 2014 með möguleika á framlengingu næstu þrjú sumur.   Umsækjendur verða metnir eftir hæfni og verður þar meðal annars litið til reynslu af þjónustu við ferðamenn, reynslu af veitingarekstri og annarra þátta tengdum þjónustu. Leitað er eftir metnaðarfullum rekstraraðila.   Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2014.   Tilboðum skal skilað til menningar- og markaðsfulltrúa Grundarfjarðar, netfang: alda@grundarfjordur.is.   Menningar-og markaðsfulltrúi veitir allar nánari upplýsingar í síma 895-7110.      

Bæjarstjórnarfundur

169. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 13. mars 2014, kl. 16:30.