- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dagskrá Sjómannahelgarinnar:
Fimmtudagur 29. Maí
Kl 19:00. Keppni í leirdúfuskotfimi á keppnissvæði Skotgrundar. Keppt verður milli landkrabba og sjókrabba. Skráning hjá Jóni Pétri í síma 863-1718.
Merki Sjómannadagsins verður selt á staðnum.
Föstudagur 30. Maí
Golfmót G.Run mæting kl.17.30, mótið hefst kl.18:00 . Keppt verður í Greensome, vanur óvanur. Skráning er á golf.is eða hjá Gústa Jóns í síma 863-3138. Fólk er hvatt til að skrá sig í tíma til að flýta fyrir mótshaldi. Merki sjómannadagsins verður selt á staðnum.
Laugardagur 31. Maí
kl 13:00 Knattspyrnuleikur. Leikið verður á knattspyrnuvellinum eða sparkvellinum, fer eftir aðstæðum, á milli atvinnusjómanna og strandveiðisjómanna, keppt verður eftir nýjum reglum og mun Hafsteinn Garðarsson hafa umsjón með dómgæslunni.
Kl 14:00 Skemmtisigling í boði útgerða bæjarins (ef veður leyfir). Grillaðar pylsur í boði Samkaupa fyrir gesti og gangandi að lokinni siglingu.
Kl 15:00 Hátíðardagskrá á bryggjunni. Keppt verður í þrautarbrautinni góðu ásamt flot-gallasundi og kararóðri. Mun Djúpiklettur vinna annað árið í röð?? Í hvert lið þarf 4 meðlimi og eru saumaklúbbar, kjaftaklúbbar, karlaklúbbar, konuklúbbar og jafnvel matarklúbbar sérstaklega hvattir til að taka þátt í þessum skemmtilegum þrautum. Keppt verður í reiptogi um Pétursbikarinn og einnig verður boðið uppá keppni í koddaslag.
Skráning hjá Jóni Frímanni í síma 693 4749 eða á jonfrimann@gmail.com
Skátarnir verða á svæðinu með andlitsmálningu fyrir krakkana og fleira skemmtilegt.
Til sýnis verða ýmsir hlutir tengdir sjónum.
Kl 17:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur og sýnir listir sýnar.
Merki sjómannadagsins verður selt á staðnum.
Við hvetjum fólk til að mæta og taka þátt, en fyrir alla muni að mæta líka á kjörstað.
Sunnudagur 1.júní
Kl 14:00 Messa í Grundarfjarðarkirkju
sr. Aðalsteinn Þorvaldsson messar og karlakórinn Kári tekur lagið.
Kl15:00 Kaffisala kvenfélagsins Gleym mér ei í samkomuhúsi Grundarfjarðar, skyldumæting.
Sjómannadagsráð