Síðastliðið haust sótti Grundarfjarðarbær um tvennskonar styrki til Menningarráðs Vesturlands.

 

Sótt var um styrk til Menningarsamnings Vesturlands að fjárhæð 800.000 kr. til hönnunar og skipulags á Paimpolgarðinum í Grundarfirði.
Markmið verkefnisins er að gera garðinn að skemmtilegu og fallegu svæði sem nýtist bæjarbúum jafnt sem gestum. Þá er markmiðið að efla samstarf enn frekar við Paimpol í Frakklandi og hefja samstarf við Landbúnaðarháskóla Íslands. Grundarfjarðarbær fékk úthlutað 400.000 kr. til þessa verkefnis.

Þá sótti Grundarfjarðarbær um 400.000 kr. stofn- og rekstrarstyrk vegna verkefnis tengdu Bæringsstofu. Markmiðið með verkefninu er að bjarga myndefni sem að Bæring Cecilsson skildi eftir sig í Grundarfirði. Um er að ræða tuga klukkustunda af VHS upptökum sem koma á í stafrænt form. Markmiðið er að bjarga spólunum frá eyðileggingu og þannig að varðveita þann menningararf sem Bæring Cecilson skildi eftir sig í Grundarfirði. Myndefnið er ómetanleg heimild um uppbyggingu og sögu Grundarfjarðarbæjar. Menningarráð Vesturlands úthlutaði 200.000 kr. til verkefnisins.