FSN - Opið hús - frestun

Vegna slæmrar veðurspár á morgun, fimmtudag, hefur verið ákveðið að fresta opnu húsi um óákveðinn tíma. Nánar auglýst síðar.  

Grunnskóli Grundarfjarðar tilkynnir

Spáð er slæmu veðri upp úr hádegi í dag og ef foreldrar meta það svo geta þeir sótt börn sín í skólanum þegar þeim hentar.  

Tónlistarskóli Grundarfjarðar tilkynnir

Öllu skólahaldi Tónlistarskóla Grundarfjarðar verður aflýst í dag vegna veðurs.  

Eldri borgarar athugið

Handavinna og jóga fellur niður í dag 10. mars.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Fimmtudaginn 12. mars klukkan 17-18:30 verður opið hús í FSN. Þá verður kynning á nýjum námbrautum, inntökuskilyrðum, kennsluumsjónarkerfi, mötuneyti, nemendafélaginu og fleira.   Það eru allir velkomnir og nemendur sem ljúka grunnskólanámi í vor og forráðamenn þeirra eru sérstaklega boðnir velkomnir.     

Sorphirða

Gráa sorptunnan verður losuð í dag mánudag 9.mars vegna slæmrar veðurspár á morgun.   Íbúar Grundarfjarðarbæjar eru vinsamlegast beðnir um að moka vel frá sorptunnum til að auðvelda starfsmönnum aðgengi að þeim.    

Glæsilegur árangur Skólahreysti

Grunnskóli Grundarfjarðar hafnaði í öðru sæti í Vesturlandsriðlinum í Skólahreysti 2015 með 40,50 stig sem er glæsilegur árangur. Skólahreystikeppnin 2015 er hafin en fimmtudaginn fimmta mars kepptu skólar á Vesturlandi. Grunnskóli Grundarfjarðar tók þátt og fóru um 40 nemendur á unglingastigi suður í Garðabæ til að hvetja sitt lið til dáða. Þeir nemendur sem kepptu voru Dominik Wojciechowski, Sverrir Sævarsson, Lísbet Rós Ketilbjarnardóttir og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir en Björg Hermannsdóttir og Aron Freyr Ragnarsson voru varamenn. Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk síns skóla. Tvö stigahæstu liðin í öðru sæti á landinu komast í úrslit Skólahreysti. Óskum nemendum innilega til hamingju með góðan árangur í Skólahreysti 2015.  

Vinnusmiðja um gerð styrkumsókna

Símenntun vesturlands stendur fyrir námskeiði um gerð styrkumsókna. Námskeiðið fer fram í FSN miðvikudaginn 11. mars, kl. 13:00 - 16:00.  Nánari upplýsingar eru hér.   

Söfnun

Stofnaður hefur verið tímabundinn söfnunarreikningur fyrir fjölskyldu Guðrúnar Pálsdóttur sem varð bráðkvödd á heimili sínu 23.02.2015.   Með fyrir fram þökkum.    0321-13-110070   kt: 240775-5739    

Kútmagakvöld Lions

Það nálgast hið stórkostlega KÚTMAGAKVÖLD Lionsklúbbs Grundarfjarðar.  Mikilfengleg matarveisla og stórkostleg skemmtun í Fjölbrautarskóla Snæfellinga laugardaginn 7. mars n.k.